Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:08 Stuðningsmenn Receps Erdogan forseta veifa fánum fyrir framan mynd af honum í Istanbúl. Kosið verður til þings og forseta á sunnudag. AP/Emrah Gurel Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið. Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið.
Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31