Á ríkissjóður enga vini? Ívar Karl Hafliðason skrifar 12. maí 2023 13:30 Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍL-sjóður Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári. Ég er til að vera vinur ríkissjóðs í þessu máli. Í ljósi þess hve lítinn áhuga lífeyrissjóðir hafa sýnt uppbyggingu innviða á landsbyggðinni þá held ég að það væri vel á því að þeir fjármunir sem myndu sparast, við að gera höfuðstól þessara lána upp, færu að hluta í vel skilgreind innviðaverkefni sem myndu nýtast íbúum þessa lands. Með því má leggja grunninn af því að landsbyggðin blómstri okkur öllum til hagsældar. Í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis er talað um að kostnaður ríkisins vegna sjóðsins aukist um 1500 milljónir króna á hverjum mánuði eða um 18 milljarða króna á ári að óbreyttu. Við slit á sjóðnum væri hægt að nýta þennan pening metnaðarfulla innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. Við gætum horft til frænda okkar í Færeyjum sem hafa fjárfest svo um munar í bættum samgöngum. Þeir eru nefnilega búnir að sjá út að góðar samgöngur eru undirstaða þess að þjóðin geti lifað og starfað sem ein heild. Verkefni sem hægt væri að ráðast í á næstu árum, og áratugum eru m.a.: Fjármögnun jarðgangnaáætlunar Bætt bráðaþjónustu í heilbrigðismálum Styrkja nauðsynlega innviði til orkuskipta Tvöfalda allar brýr á hringveginum Ráðast í uppbyggingu félagslegs húsnæðis Uppbygging flugvalla Ég er viss um að ég yrði ekki einn um að verða vinur ríkissjóðs í þessu máli sé það á hreinu að þessir fjármunir fari í verkefni sem nýtast muni landsmönnum með áþreifanlegum hætti. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar