Enginn friður án kvenna, ekkert kvenfrelsi án fjölbreytni Tatjana Latinovic skrifar 12. maí 2023 11:01 Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tatjana Latinovic Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði. Konur skulu taka þátt í friðarviðræðum, konur skulu taka þátt í uppbyggingu eftir átök, og konur skulu sinna friðargæslu og mannúðarstarfi. Grundvallarhugmyndin á bak við ályktun 1325 og friðarstarf á þessari öld er einmitt sú að jafnrétti kynjanna sé nauðsynlegt til að styðja við frið og tryggja öryggi kvenna. Nú geisar stríð í Evrópu í fyrsta sinn á þessari öld. Án aðkomu kvenna og allra kynja að friðaruppbyggingu, er erfitt að sjá fram á að takist að koma á friði í Úkraínu og byggja upp sterkt og lýðræðislegt samfélag sem byggir á jafnréttisgrundvelli. Úkraínskir femínistar í heimsókn á Íslandi Þessa dagana er sendinefnd kvenna frá Úkraínu hér á Íslandi til að fræðast um íslenskar lausnir í jafnréttismálum og til að deila reynslu frá heimalandi sínu til okkar hér á landi. Heimsóknin er skipulögð af Kvenréttindafélagi Íslands og systursamtökum okkar í Úkraínu, Ukranian Women‘s Congress (UWC) og Mannréttindaskrifstofu ÖSE. Meðal góðra gesta eru Olena Kondratiuk varaformaður úkraínska þjóðþingsins og einn stofnenda UWC, Natalia Chermoshentseva stofnandi mannúðarsamtakanna Dignity sem styðja konur á fyrrverandi hernumdum svæðum, Anzhelika Bielova stofnandi almannaheillasamtaka Voice of Romni sem starfar með konum sem búa við fjölþætta mismunun og Natalia Gergeliuk sem veitir stuðning við fyrirtæki sem eru í eigu kvenna. Þessar konur og fleiri munu deila reynslu sinni og læra af okkur á Kynjaþingi á morgun laugardag. Ukranian Women’s Congress stendur fyrir tveimur viðburðum á þinginu, einn sem hverfist um þátttöku kvenna í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins og hinn um leiðir til að byggja upp kynjameðvitað samfélag. Fjölbreytni er grundvöllur kvenfrelsis Við í Kvenréttindafélaginu erum stolt að hafa skipulagt heimsókn þessara góðu gesta til Íslands og við teljum skyldu okkar að hlusta á þær, læra af þeim og gera það sem við getum til að styðja þær og kvenréttindabaráttu í Úkraínu. Það er viðeigandi að þær sæki okkur heim til að taka þátt í Kynjaþingi, en grundvallarhugsjónin á bak við þetta árlega þing er að efla lýðræðislega umræðu og styrkja femíníska fjölbreytni. Það er okkur öllum ljóst að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum er sérstaklega viðkvæm og svo er einnig í Úkraínu. En einhvern tímann mun stríðinu ljúka og þá hefst enduruppbygging. Í samfélögum þar sem jafnrétti er gildandi býr fólk við betri heilsu og stöndugra þjóðarbú en ella. Við verðum að tryggja konum og öllum kynjum sæti við borðið þegar nýtt samfélag er byggt á stríðsrústunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun