Eignasöluferli Heimstaden gæti tekið fimm ár Bjarki Sigurðsson skrifar 11. maí 2023 17:27 Egill Lúðvíksson tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót. Aðsend Leigufélagið Heimstaden er ekki á leiðinni af íslenskum fasteignamarkaði strax heldur er félagið einungis að skoða hvernig það eigi að minnka við sig. Að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi er það eina sem hægt er að staðfesta að félagið muni ekki stækka við sig hér á landi. Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill. Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Í gær var greint frá því að ekkert yrði að kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í leigufélaginu Heimstaden. Var þar sagt að þar með væri ekki hægt að halda uppi viðskiptamódeli félagsins sem gengur út á að lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjárfestar eigi meirihluta félagsins á móti Heimstaden. Í kjölfar þess birtust fréttir um að leigufélagið ætlaði að selja allar sínar íbúðir á Íslandi. Egill Lúðvíksson, sem tekur við sem framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi um næstu mánaðamót, segir þó að svo sé ekki raunin. Félagið sé eins og er einungis að minnka umsvif sín á markaði og mun það taka nokkur ár að selja allar eignir þess. „Ferlið að skala niður eignasafnið gæti hæglega tekið 4-5 ár. Við munum leitast við að nálgast þetta af varfærni og reyna að takmarka neikvæð áhrif á leigumarkaðinn eins og unnt er,“ segir Egill í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Hraði ferlisins mun fara eftir markaðsaðstæðum og hvort einhver vilji stíga inn í reksturinn, taka yfir eignir og halda þeim í leigu. „Við munum leitast við að finna kaupendur sem eru tilbúnir að bjóða eignir til áframhaldandi langtímaleigu og lágmarka rask fyrir okkar viðskiptavini. Við munum skoða þá möguleika á næstunni. En líklega fara einnig eignir í sölu á almennum markaði,“ segir Egill. Í tilfellum þar sem selja á stakar íbúðir með leigusamningum til staðar þá verður leigjendum boðinn forkaupsréttur á þeim. „Við gerum okkur grein fyrir því að margir af okkar leigjendum munu ekki hafa tök á slíku, en munum samt reyna að hjálpa þeim við slíkt,“ segir Egill.
Leigumarkaður Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira