Söfn, sjálfbærni og vellíðan Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun