Sannfærður um Carrick hafi það sem þarf til að stýra Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2023 07:00 Ole Gunnar Solskjær og Michael Carrick að ræða málin. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, telur nær öruggt að Michael Carrick – fyrrum aðstoðarmaður Solskjær – muni stýra Man United einn daginn. Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Solskjær lék með Man United frá 1996 til 2007 og er þekktur fyrir að koma inn af bekknum og skora mikilvæg mörk. Það mikilvægasta kom á Nývangi í Katalóníu vorið 1999 þegar hann tryggði Man United sigur í Meistaradeild Evrópu. Eftir að leggja skóna á hilluna árið 2007 tók hann við varaliði félagsins og stýrði því til 2011. Það var svo árið 2018 sem hann tók við stjórnartaumum Man United eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn. Solskjær entist í starfi þangað til undir lok árs 2021 þegar hann var látinn fara. Sumarið 2022 tók Erik Ten Hag við og virðist félagið vera í góðum höndum en hlutirnir breytast hratt og ef Man United verður á höttunum eftir nýjum þjálfara á næstu árum þá telur Solskjær næsta öruggt að Carrick geti sinnt starfinu. „Hann er frábær manneskja, hann er maður sem þú vilt að nái árangri. Það er ekkert vesen í kringum hann og hann gerir hlutina rétt,“ sagði Solskjær um Carrick sem er í dag þjálfari enska B-deildarliðsins Middlesbrough. Kom hann liðinu úr neðri hluti deildarinnar og alla leið í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni. The appointment of Michael Carrick wins our Moment of the Season award Durham Animal Feeds #UTB pic.twitter.com/krUH76r5OW— Middlesbrough FC (@Boro) May 4, 2023 „Ég sé mig í Michael og hann í mér. Við erum báðir rólegir og yfirvegaðir. Hann er sigurvegari en hefur samt hemil á tilfinningum sínum. Hann veit hvað hann vill og heldur alltaf haus. Hann lætur tilfinningarnar aldrei hlaupa með sig í gönur og mun aldrei rífast við leikmennina sína.“ „Hann heimtar virðingu og að menn leggi sig fram, en hann gefur til baka á móti. Hann leggur hart að sér og er alltaf fyrsti maðurinn inn um hurðina á morgnana. Hann hefur þurft að breytast örlítið síðan hann varð aðalþjálfari, hann var mögulega of einbeittur á litlu atriðin sem þjálfari. Sem aðalþjálfari hefur hann þurft að stíga til baka og stýra fólki meira.“ Carrick spilaði með Man United frá 2006 til 2018. Eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann hluti af þjálfarateymi félagsins og stýrði því í þrjá leiki eftir að Solskjær var rekinn. Ole Gunnar Solskjaer's former assistants are flying. I spoke to Ole about Michael Carrick and Kieran McKenna, plus Neil Wood and Martyn Pert. For @TheAthleticFC https://t.co/Lj3jeD7UmX— Andy Mitten (@AndyMitten) May 10, 2023 „Hann spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson og José Mourinho. Hann spilaði með nokkrum af bestu leikmönnum í heimi. Ég get ekki séð hvernig hann verður ekki þjálfari Manchester United einn daginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira