Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 19:40 Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23
Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20