Að ná tökum á ástandi með skynsamlegum aðgerðum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að stjórnmálin um heim allan eru með vindinn í fangið þessi misserin. Hækkanir á hækkanir ofan dynja á almenningi víða um heim og við hér á Íslandi erum ekki undanskilin og finnum fyrir þeim. Þá gildir einu hvort við séum að horfa á húsnæðislánin okkar, matarkörfuna, tryggingarnar eða hvað eina annað. Afleiðingar af þessum hækkunum er að almenningur í landinu fær minna fyrir krónurnar sínar. Ráðstöfunarfé er minna, ef nokkuð, hjá fólki í lok mánaðarins. Eðli máls samkvæmt skapar þetta óánægju í garð valdhafa og fylgið fer á flakk. Við megum hins vegar ekki gleyma þeirri staðreynd þegar reynt er að finna sökudólg að við erum nýkomin úr alheimsfaraldri og erum auk þess nú að kljást við stríð í Evrópu sem hefur haft umtalsverð áhrif á efnahaginn í álfunni. Verkefni okkar stjórnmálamanna er hins vegar að ná tökum á verðbólgunni. Við þurfum að ná henni niður eins hratt og mögulegt er með skynsamlegum aðgerðum svo við getum sem samfélag aftur komist í eðlilegt horf ef svo má segja. Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi í mínum störfum hvort sem er á vettvangi stjórnmálanna eða annars staðar að einbeita mér að verkefninu; halda áfram að vinna líkt og við vorum kjörin til. Hvalrekaskattur – „við og þið“ eða „við og hinir“ Ég hef ítrekað rætt um það síðustu mánuði að ef við ætlum okkur að ná tökum á ástandinu þurfa allir að taka þátt í því verkefni. Það er að taka þátt í því að stíga ölduna með fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Við sáum í síðustu viku fréttir af miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja þar sem bæði þjónustutekjur og vaxtatekjur þeirra eru að hækka umtalsvert. Ég skynja á umræðunni að upplifun fólks sé sú að hér á landi sé að skapast samfélag sem megi kalla „við og þið“ eða „við og hinir“. Við fréttir sem þessar verður það upplifun fólks, sem alls ekki má vanmeta, að hér séu ekki allir að taka þátt og það er vond staða að vera í. Það virðist duga skammt að ætla að höfða til þeirra sem teljast til hinna breiðu baka í samfélaginu og biðla til þeirra að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Almenningur er að taka á sig auknar byrðar með ýmsum hætti og það gengur ekki að hér séu aðilar, fyrirtæki og aðrir, sem halda að þeir séu eyland í þessu samfélagi sem við byggjum saman. Við erum í tímabundnu ástandi líkt og önnur lönd Evrópu. Af þessari ástæðu þá finnst mér það koma vel til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega, greiða niður skuldir og styðja við þá hópa sem nú standa í miðjum ólgusjó. Annað er hreinlega óskynsamlegt og ósanngjarnt. Húsnæðismarkaðurinn Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Þá höfum við verið að kalla eftir jafnvægi á húsnæðismarkaði en líkt og staðan er nú, þá er ekkert jafnvægi, það hefur ríkt skortur og slíku ástandi fylgir einungis eitt verð, það er hátt verð. Að mínu mati greip Seðlabankinn of harkalega inn í með því að þrengja of á lánþegaskilyrðum. Það hefur haft þær afleiðingar í för með sér að fyrstu kaupendur komast ekki inn á markaðinn og það er því sem næst ómögulegt fyrir þá sem eru einstæðir. Afleiðingar þessa er að keðjan er að rofna. Snjóhengja kynslóða er að myndast sem mun svo á einhverjum tímapunkti riðjast út á markaðinn, stíflan mun bresta og þá, ef ekki verður gefið vel í með annars vegar opinberum aðgerðum líkt og innviðaráðherra hefur verið að boða og á almennum byggingamarkaði, munum við sjá skarpari sveiflu en þær sem við þegar þekkjum og erum að reyna að komast út úr. Þessar aðgerðir hafa einnig áhrif á leiguverð en vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 6,5% á sex mánuðum á sama tíma og húsnæðisverð hefur staðið svo gott sem í stað. Það er því knýjandi að koma á skynsamlegu regluverki á leigumarkaðinn og má þar horfa til úrræða sem við þekkjum víða erlendis frá. Verkefni okkar sem störfum á Alþingi eru margvísleg, en þau eru fyrst og fremst að standa með fólkinu í landinu, ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í það verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að stjórnmálin um heim allan eru með vindinn í fangið þessi misserin. Hækkanir á hækkanir ofan dynja á almenningi víða um heim og við hér á Íslandi erum ekki undanskilin og finnum fyrir þeim. Þá gildir einu hvort við séum að horfa á húsnæðislánin okkar, matarkörfuna, tryggingarnar eða hvað eina annað. Afleiðingar af þessum hækkunum er að almenningur í landinu fær minna fyrir krónurnar sínar. Ráðstöfunarfé er minna, ef nokkuð, hjá fólki í lok mánaðarins. Eðli máls samkvæmt skapar þetta óánægju í garð valdhafa og fylgið fer á flakk. Við megum hins vegar ekki gleyma þeirri staðreynd þegar reynt er að finna sökudólg að við erum nýkomin úr alheimsfaraldri og erum auk þess nú að kljást við stríð í Evrópu sem hefur haft umtalsverð áhrif á efnahaginn í álfunni. Verkefni okkar stjórnmálamanna er hins vegar að ná tökum á verðbólgunni. Við þurfum að ná henni niður eins hratt og mögulegt er með skynsamlegum aðgerðum svo við getum sem samfélag aftur komist í eðlilegt horf ef svo má segja. Ég hef ætíð haft það að leiðarljósi í mínum störfum hvort sem er á vettvangi stjórnmálanna eða annars staðar að einbeita mér að verkefninu; halda áfram að vinna líkt og við vorum kjörin til. Hvalrekaskattur – „við og þið“ eða „við og hinir“ Ég hef ítrekað rætt um það síðustu mánuði að ef við ætlum okkur að ná tökum á ástandinu þurfa allir að taka þátt í því verkefni. Það er að taka þátt í því að stíga ölduna með fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Við sáum í síðustu viku fréttir af miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja þar sem bæði þjónustutekjur og vaxtatekjur þeirra eru að hækka umtalsvert. Ég skynja á umræðunni að upplifun fólks sé sú að hér á landi sé að skapast samfélag sem megi kalla „við og þið“ eða „við og hinir“. Við fréttir sem þessar verður það upplifun fólks, sem alls ekki má vanmeta, að hér séu ekki allir að taka þátt og það er vond staða að vera í. Það virðist duga skammt að ætla að höfða til þeirra sem teljast til hinna breiðu baka í samfélaginu og biðla til þeirra að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Almenningur er að taka á sig auknar byrðar með ýmsum hætti og það gengur ekki að hér séu aðilar, fyrirtæki og aðrir, sem halda að þeir séu eyland í þessu samfélagi sem við byggjum saman. Við erum í tímabundnu ástandi líkt og önnur lönd Evrópu. Af þessari ástæðu þá finnst mér það koma vel til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega, greiða niður skuldir og styðja við þá hópa sem nú standa í miðjum ólgusjó. Annað er hreinlega óskynsamlegt og ósanngjarnt. Húsnæðismarkaðurinn Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. Þá höfum við verið að kalla eftir jafnvægi á húsnæðismarkaði en líkt og staðan er nú, þá er ekkert jafnvægi, það hefur ríkt skortur og slíku ástandi fylgir einungis eitt verð, það er hátt verð. Að mínu mati greip Seðlabankinn of harkalega inn í með því að þrengja of á lánþegaskilyrðum. Það hefur haft þær afleiðingar í för með sér að fyrstu kaupendur komast ekki inn á markaðinn og það er því sem næst ómögulegt fyrir þá sem eru einstæðir. Afleiðingar þessa er að keðjan er að rofna. Snjóhengja kynslóða er að myndast sem mun svo á einhverjum tímapunkti riðjast út á markaðinn, stíflan mun bresta og þá, ef ekki verður gefið vel í með annars vegar opinberum aðgerðum líkt og innviðaráðherra hefur verið að boða og á almennum byggingamarkaði, munum við sjá skarpari sveiflu en þær sem við þegar þekkjum og erum að reyna að komast út úr. Þessar aðgerðir hafa einnig áhrif á leiguverð en vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 6,5% á sex mánuðum á sama tíma og húsnæðisverð hefur staðið svo gott sem í stað. Það er því knýjandi að koma á skynsamlegu regluverki á leigumarkaðinn og má þar horfa til úrræða sem við þekkjum víða erlendis frá. Verkefni okkar sem störfum á Alþingi eru margvísleg, en þau eru fyrst og fremst að standa með fólkinu í landinu, ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í það verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar