Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 22:01 Range Rover-bifreiðin sem ekið var inn í hóp förufólks fyrir utan gistiskýli í borginni Brownsville um helgina. AP/Brian Svendsen/NewsNation/KVEO-TV Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent