Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 22:01 Range Rover-bifreiðin sem ekið var inn í hóp förufólks fyrir utan gistiskýli í borginni Brownsville um helgina. AP/Brian Svendsen/NewsNation/KVEO-TV Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45