Metsætanýting hjá Icelandair í apríl Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 20:29 Icelandair flutti metfjölda farþega í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 273 þúsund, 25 prósent fleiri en í apríl 2022, þegar 219 þúsund flugu með félaginu. Fjöldi farþega til Íslands var 104 þúsund og frá Íslandi 53 þúsund. Tengifarþegar voru um 116 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 80 prósent. Sætanýting í millilandaflugi var 83,4 prósent og jókst mikið eða um sjö prósentustig á milli ára. Sætanýting var sérstaklega sterk á áfangastöðum félagsins í N-Ameríku þar sem hún nam 85,3 prósentum. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var um 23 þúsund, sem er svipaður fjöldi og í apríl í fyrra. Sætanýting var 77,2 prósent í mánuðinum og stundvísi var 84 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Þá jukust fraktflutningar félagsins um 9 prósent á milli ára. Segir í tilkynningunni að það sé aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu Boeing 767 breiðþotunnar í fraktflota félagsins í desember. Eins og fram kom í uppgjöri félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru markaðsaðstæður fyrir fraktflutninga hins vegar krefjandi, meðal annars þegar kemur að útflutningi á ferskum fiski. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 17% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Stærsta sumar Icelandair frá upphafi framundan „Sætanýting heldur áfram að vera mjög góð en sætanýting í alþjóðaleiðakerfinu sló met í apríl. Við erum sömuleiðis ánægð með að sjá áframhaldandi styrkingu í stundvísi í innanlands- og millilandaflugi enda leggjum við mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika og ánægjulega ferðaupplifun,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. „Hlutfall tengifarþega hækkar nokkuð frá undanförnum mánuðum og sýnir það skýrt einn af meginstyrkleikum leiðakerfisins. Við búum yfir miklum sveigjanleika og getum breytt áherslum hratt til að hámarka tekjur og flæði, allt eftir styrkleika hvers markaðar á hverjum tíma.“ Hann segir að framundan sé stærsta sumarið í sögu félagsins. Það hafi fjölgað mikið í starfsmannahópnum. „Við verðum með 54 áfangastaði í ár, sem er það mesta sem við höfum boðið upp á. Auk þess höfum við aukið tíðni til okkar helstu áfangastaða svo viðskiptavinir hafa úr miklum möguleikum að velja.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira