„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Rosenborg hefur ekki byrjað tímabilið vel. Rosenborg „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira