Katrín fundar með Selenskí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:05 Forseti Úkraínu verður á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki. Getty/Yan Dobronosov Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira