Frekari afglöp við afglæpavæðingu Halldór Auðar Svansson skrifar 2. maí 2023 08:01 Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fíkn Alþingi Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun