Réttlæti og jöfnuður Atli Þór Þorvaldsson skrifar 2. maí 2023 07:30 Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun