Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:46 Snorri Steinn Guðjónsson er líklegastur til að taka við íslenska karlalandsliðinu í handbolta samkvæmt Arnari Daða Arnarssyni og gestum hans í Handkastinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira