Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“ Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2023 19:19 Jeppi Stefáns Hrafnkells verður sennilega ekki nýttur í jeppaferðir á næstunni. Facebook/Stefán Hrafnkell Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna. Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann. Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Stefán Hrafnkell Gunnlaugsson, íbúi á Akureyri, fékk heldur leiðinlegt símtal í morgun þegar honum var tikynnt að meiriháttar skemmdir hefðu verið unnar á jeppa hans, sem hann geymir yfir veturinn í gamalli námu í Eyjafirði rétt innan Akureyrar. Hann greindi frá atvikinu á Facebooksíðu sinni í dag og auglýsir eftir vitnum að atvikinu. Þar segir hann að skemmdirnar hafi sennilega verið unnar á bilinu 23 til 24 í gærkvöldi, enda hafi sést til fólksbíls á svæðinu um það leyti. Þá sé ljóst að skemmdarvargarnir séu ekki ung börn, enda verði ekki komist að svæðinu fótgangandi. Í samtali við Vísi segir Stefán Hrafnkell að hann hafi tilkynnt lögreglu atvikið í dag og að hún hafi orðið mjög áhugasöm um það þegar hann nefndi þann mikla fjölda bíla sem varð á vegi tjónvaldanna. Lögreglan muni rannsaka málið, meðal annar með því að kanna upptökur úr öryggismyndavélum innar úr Eyjafirði, en engar slíkar séu við námuna. Þá sé ljóst að eini tilgangur skemmdarvarganna hafi verið að valda skemmdum. Ekkert hafi verið tekið úr bílunum sem yrðu andlag skemmdanna. Til að mynda hafi lykill og hlaðinn rafgeymir verið skildir eftir í bílnum hans. Rúður voru brotnar á flestum bílunum á svæðinu.Facebook/Stefán Hrafnkell Ekki bara druslur á svæðinu Stefán Hrafnkell telur að tjónið eftir gærkvöldið hlaupi á hundruðum þúsunda króna ef ekki milljónum króna. Til að mynda sé hans bíllinn hans fullskoðaður þó að númerin liggi inni. Allar rúður bílsins hafi verið brotnar ásamt öllum ljósum og speglum. Þá segist hann vita til þess að nokkuð verðmætur vörubíll hafi verið meðal þeirra bíla sem skemmdir voru og fleiri bílar sem falli ekki í flokk bíldruslna. „En eins og ég sagði við lögregluna þá eru þetta engar Teslur,“ segir hann þó. Þá segir Stefán Hrafnkell að tímasetning ódæðisins hafi verið honum einstaklega óheppileg, enda hafi hann ætlað að sækja bílinn um síðustu helgi og gera hann tilbúinn fyrir sumarið. „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi en ég nennti því ekki,“ segir hann.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Bílar Lögreglumál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira