Forysta BSRB axlar ekki ábyrgð á eigin kjarasamningum Ellisif Tinna Víðisdóttir skrifar 29. apríl 2023 14:00 Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Félagsmönnum BSRB stendur þessi hækkun til boða frá seinustu mánaðarmótum en miðað við fréttaflutning seinustu daga virðist forysta BSRB ekki hafa kynnt félagsmönnum sínum þann samning. Ekki fæst betur séð en ástæðan sé sú að ætlun BSRB sé að breiða yfir eigin mistök við gerð kjarasamninga sinna. Forysta BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020. Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að almennir félagsmenn sem kjósa um verkfall viti hvað liggur nú þegar á borðinu. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm. Allir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga bera þess merki og stöðugt er unnið að umbótum við kjarasamningsgerð og er það óumdeilt að sveitarfélögin eru í fararbroddi á íslenskum vinnumarkaði þegar kemur að baráttunni gegn ómálefnalegum launamun. Stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga hafa stutt virðismatskerfi sveitarfélaga á störfum. Hvers vegna er gildistími samninga BSRB og SGS mismunandi? Forsvarsmenn SGS sömdu, árið 2020, um kjarasamning sem gildir út september 2023 en þeim samningi fylgir m.a. launatafla 5 sem gildir frá síðustu áramótum út samningstímann. Forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB var að sjálfsögðu boðinn sami samningur sem þau höfnuðu alfarið. Afleiðing þeirrar ákvörðunar að hafna tilboði Sambands íslenskra sveitarfélaga er sú að félagsmenn bæjarstarfsmannafélaga BSRB fengu ekki launahækkanir fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs skv. launatöflu 5. Það var mjög skýr krafa forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB að gildistími kjarasamninga þeirra væri til 31. mars 2023. Ákvörðun BSRB hefur skilað félagsmönnum þeirra lakari niðurstöðu en öðrum Með ákvörðun BSRB um að hafna sama kjarasamningi og Starfsgreinasambandið hafði undirritað tæpum tveimur mánuðum áður við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2020 braut forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB þetta jafnrétti með því að gera kröfu um kjarasamning sem að lokum skilaði lakari niðurstöðu fyrir félagsmenn þeirra. Hvaða samningstilboð er á borðinu? Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram kjarasamningstilboð, í samræmi við merki markaðarins, sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur nú þegar samið um við aðra opinbera vinnuveitendur. Óbilgirni eða sjálfstæður samningsréttur? Hvert og eitt stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt og leggur Samband íslenskra sveitarfélaga ríka áherslu á að virða hann í hvívetna en bent skal á að sjálfstæðum samningsrétti fylgir einnig rík ábyrgð. Það er ekki ólögmætt að gera ólíka kjarasamninga með mismunandi gildistíma. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB lagði þunga áherslu á það í kjarasamningsviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga árið 2020, að samningstími kjarasamnings næði til 31. mars 2023 og höfnuðu alfarið kjarasamningi með gildistíma til 30. september 2023 sem innihélt launatöflu 5. Í ljósi þess er dapurlegt að málflutningur forystu bæjarstarfsmannafélaga BSRB sé nú á þann veg að Samband íslenskra sveitarfélaga sýni starfsfólki sveitarfélaga óbilgirni og mismuni þeim. Vert er að hugleiða hvers vegna forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB fer ekki með þann ágreining sem hér um ræðir fyrir Félagsdóm, sem er réttur vettvangur til að fá úrskurð í ágreiningsmálum af þessu tagi. Hvers vegna getur ekki verið um afturvirkni að ræða? Samningur bæjarstarfsmannafélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út 31. mars 2023 og er að fullu efndur. Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB krefst þess nú að nýr kjarasamningur, sem þeim stendur til boða, hafi gildistíma frá 1. janúar 2023. Tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geta ekki verið í gildi á sama tíma (þ.e. fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs). Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hendi sveitarfélaga. Höfundur er lögfræðingur kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar