„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 13:00 Umslagið er eitt það þekktasta í íslensku póst pönk senunni. SH Draumur Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar. Andlát Tónlist Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar.
Andlát Tónlist Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira