Mikilvægt að standa saman að bættum kjörum fanga Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir skrifar 26. apríl 2023 14:00 Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagasamtök Geðheilbrigði Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Rauði krossinn deilir þeim áhyggjum sem fram komu í umfjöllun Kompás um andlega veika fanga á Stöð 2 á mánudag. Við höfum verulegar áhyggjur af einstaklingum sem glíma við fatlanir og alvarlegan geðrænan vanda og eru að afplána dóma í fangelsum landsins, en samkvæmt Páli Winkel, fangelsismálastjóra, eru um fjórir til átta einstaklingar hverju sinni í fangelsunum sem ættu frekar að vera á geðheilbrigðisstofnunum. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins sem er ætlað að veita einstaklingum í afplánun stuðning þegar þeir eru að koma út í samfélagið á ný. Stuðningurinn kemur frá sjálfboðaliða sem aðstoðar einstakling við ýmsa praktíska hluti í allt að eitt ár. Verkefnastjóri úrræðisins, Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir, segir að fangelsin séu ekki rétti staðurinn fyrir þennan hóp. „Það þarf að vera úrræði þar sem þessir einstaklingar fá þá geðheilbrigðisþjónustu og stuðning sem þeir þurfa,” segir hún. „Þetta er brýnt málefni og það þarf að efla heilbrigðisþjónustu við fanga með áherslu á bætta geðheilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að horft sé með heildrænum hætti á málið og þannig sé tryggð samhæfð þjónusta fyrir þennan hóp, einnig eftir að afplánun lýkur.“ Skortur á viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu Áhyggjur Rauða krossins snúa fyrst og fremst að því hvort þessir einstaklingar fái viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu á meðan á afplánun stendur. Skortur á viðeigandi þjónustu og öryggi fyrir verulega veika einstaklinga í fangelsum landsins getur talist brot á Mannréttindasáttmála Evrópu – því það getur flokkast sem svo að þessum föngum sé ekki tryggð viðeigandi læknisþjónusta. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og fangelsin vinni betur saman, því í fangelsum skulu fangar njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og almennt gildir, auk þeirrar sérstöku heilbrigðisþjónustu sem lög og reglur um fanga segja til um. Gagnrýni frá eftirlitsaðilum Það er vilji allra þeirra sem koma að fangelsismálum að sinna þessum hópi vel og með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, en það virðist vera úrræðaleysi í kerfinu. Pyntinganefnd Evrópuráðs hefur ítrekað gert athugasemdir við stöðu fangelsismála á Íslandi og í byrjun árs gáfu mannréttindasamtökin Amnesty International út skýrslu sem fjallaði um einangrunarvistun í fangelsum hér á landi. Þar segir að misbeiting einangrunarvistar sé umfangsmikil og tekið fram að það eigi einnig við um einangrunarvistun barna og einstaklinga með fatlanir og geðraskanir. Einangrunarvist skal vera háð ströngum skilyrðum og skal aðeins vara í sem skemmstan tíma, samkvæmt alþjóðalögum. Eins og staðan er í dag er veikum einstaklingum boðið upp á ómannúðlegar aðstæður. Það er verið að kalla eftir breytingum og stjórnvöldum ber skylda til þess að bregðast við því ákalli. Höfundur er verkefnastjóri í verkefninu Aðstoð eftir afplánun hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar