Eldri hjón fengu ekki að innrita sig þótt þrír tímar væru í flugið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 11:57 Hjónin komust aldrei í námunda við brottfararhliðin. Þau mættu í innritun en var tjáð að henni væri lokið. Þau kæmust ekki til Vínarborgar. vísir/Vilhelm Eldri hjón fá engar bætur frá Wizz air eftir að hafa misst af flugi með flugfélaginu frá Keflavík til Vínarborgar í apríl í fyrra. Þau fengu ekki að innrita sig þótt tæplega þrjár klukkustundir væru í auglýst flugtak. Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að hjónin áttu bókað flug klukkan 18:40. Upp úr hádegi barst SMS frá Wizz air um að seinkun á brottför um rúmlega tvær klukkustundir. Fyrir vikið mættu eldri hjónin ekki á Keflavíkurflugvöll fyrr en upp úr klukkan 18. Var þeim þá tjáð af starfsmanni Airport Associates, fulltrúa Wizz Air á vellinum, að innritun væri lokið. Þau fengju ekki að fara um borð. Tölvan sagði nei Ekki dugði að rökræða við starfsmanninn sem svaraði því til að tölvan segði nei. Hann gæti ekki skráð þau um borð. Sonur hjónanna, sem hafði fylgt þeim á flugvöllinn vegna búsetu í næsta nágrenni við flugvöllinn, sá með hjálp FlightRadar að enn voru tvær klukkustundir í að vélin lenti í Keflavík. Áður en hún flygi aftur til Vínar. Það skipti engu máli og þurftu hjónin frá að hverfa. Sonurinn sendi erindi til Wizz air vegna málsins og í framhaldi til Samgöngustofu og lýsti furðu sinni á framkomunni. Samgöngustofa gekk á eftir svörum frá Wizz air og fékk svar mánuði síðar. Þar sagði Wizz air að fólkið ætti engan rétt á bótum þar sem seinkun á fluginu hefði verið innan við þrjár klukkustundir. Samgöngustofa benti þá á að kvörtunin sneri að neitun á fari, ekki seinkun. Wizz Air svaraði fimm vikum síðar og óskaði eftir frekari upplýsingum. Samgöngustofa ítrekaði svo beiðni um svör frá Wizz air í þrjú skipti þar til svar barst loks þann 31. janúar 2023 eða níu mánuðum eftir flugferðina. Þar hafnaði Wizz air bótakröfunni og benti á skyldu fólksins til að innrita sig 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma. Kröfu um bætur hafnað Í úrskurði Samgöngustofu er fallist á sjónarmið Wizz air. Farþegum beri að innrita sig eigi síðar en 45 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma sem var 18:40. Í skilmálum Wizz air segi að innritun ljúki 30 mínútum fyrir upprunalega áætlaðan brottfarartíma. Fólkið hafi vissulega fengið skilaboð um breyttan brottfarartíma en ekki breyttan inn innritunartíma. Samgöngustofa segir að þar sem engin slík tilkynning hafi borist hafi farþegunum borið að mæta til innritunar á upprunalegum og tilkynntum innritunartíma óháð skilaboðum sem gáfu til kynna seinkun á brottför. Kröfu hjónanna um bætur var því hafnað. Sonur hjónanna lýsti yfir vonbrigðum með viðbrögð Wizz air. Litli maðurinn hefði orðið undir í baráttu við stóra fyrirtækið. Þá hélt hann því fram, og hafði eftir vini sem starfi á Keflavíkurflugvelli, að fámenni í starfsliði hjá Airport Associates hefði verið ástæðan að þau hefðu drifið sig í að loka innritun. Til að geta sinnt innritun í annað flug. Tengd skjöl ÚrskurðurSGSPDF190KBSækja skjal
Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent