Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 19:01 Svava Ólafsdóttir tekur við orðu frá Erdogan Tyrklandsforseta. TCCB Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Svava Ólafsdóttir, björgunarsveitarkona, var hluti af ellefu manna hópi íslenskra björgunarsveitarmanna sem fóru út til Tyrklands í febrúar til að aðstoða við björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu þar yfir í febrúar. Þar af voru níu frá Landsbjörgum og tveir frá Landhelgisgæslunni. Fréttastofa náði tali af Svövu sem var stödd í Ankara, höfuðborg Tyrklands, og ræddi við hana um athöfnina og tildrög hennar. Tyrkir vildu sýna þakklæti sitt „Það var athöfn í dag þar sem Tyrkir sýndu erlendum sveitum sem komu að björgunum í skjálftunum og sínum eigin björgunarsveitamönnum ákveðinn þakklætisvott,“ sagði Svava um athöfnina. Erdogan heldur ræðu á athöfninni.TCCB Hún segir athöfnina hafa verið haldna vegna ákveðinna kaflaskipta í viðbragðsaðgerðum Tyrkja þar sem þeir vildu loka málum tengdum jarðskjálftunum. Það væri þó enn mikið verk óunnið og margt uppbyggingarstarf eftir. „Það búa þrjár milljónir í gámahúsnæði og aðrir í tjöldum,“ sagði Svava um núverandi ástand í Tyrklandi. „Við fórum ellefu út í febrúar og ég var bara fulltrúi hópsins,“ sagði Svava og bætti við „þetta skiptir Tyrkina miklu máli, þess vegna mættum við.“ Maður sem festist í rústum hélt ræðu Á sjálfri athöfninni héldu ýmsir aðilar ræður, þar á meðal Recep Erdogan Tyrklandsforseti, Süleyman Soylu innanríkisráðherra og aðilar sem tengdust jarðskjálftunum beint. „Það kom maður frá Hatay sem var fastur í rústunum í átta klukkutíma og sagði sína upplifun. Hann var fastur með fjölskyldu sinni og börnum og var bjargað,“ sagði Svava um ræðuhöldin. „Svo kom einn frá tyrknesku sveitunum, þær eru mjög öflugar hér, og sagði frá sinni upplifun af björgununum. Loks kom ungverskur björgunarsveitarmaður og hélt ræðu.“ Orða fyrir þá sem færðu fórnir í baráttu við jarðskjálftana Í tilkynningu á vefsíðu embættis Tyrklandsforseta er fjallað um athöfnina sem er titluð „Orðuveitingarathöfn ríkisorðu æðstu fórnar“. Þar er vitnað í ræðu Erdogan frá athöfninni þar sem hann sagði „Þið hafið gert okkur virkilega hamingjusöm með því að þiggja boð okkar. Ég vil þakka hverju og einu ykkar, sérstaklega erlendum gestum okkar.“ Þá greindi hann einnig frá tildrögum „Ríkisorðu æðstu fórnar“ sem er nýtilkomin orða hjá Tyrkjum. Markmiðið með veitingu orðunnar er að verðlauna þá „sem sýna fórn í baráttu við faraldra og náttúruhamfarir á borð við jarðskjálfta, gróðurelda og flóð“. Fjöldi manna tók við orðum á athöfninni í dag.TCCB
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 „Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48 Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. 17. febrúar 2023 18:48
Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. 14. febrúar 2023 23:31