Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2023 12:02 Árásin átti sér stað við bílastæði Fjarðarkaupa seint á fimmtudagskvöld. Þaðan var þolandinn færður á slysadeild, þar sem hann lést skömmu síðar. Vísir/Vilhelm Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald eftir að 27 ára pólskur maður lést eftir að hafa ítrekað verið stunginn með eggvopni. Nítján ára sakborningur á Hólmsheiði hefur samkvæmt heimildum fréttastofu játað sök. Hin ungmennin þrjú voru vistuð á Stuðlum en sautján ára stúlku úr þeim hópi var sleppt úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar. Á sunnudag skaut verjandi hennar gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar með kæru. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness átti henni að vera gert að sæta varðhaldi til klukkan fjögur næsta fimmtudag. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, lýsir stúlkan málavöxtum þannig að fljótlega eftir að hún og félagar hennar hafi komið út af veitingastað í Hafnarfirði hafi komið til átaka sem hún hafi ekki tekið þátt í og hún verið í fimm til átta metra fjarlægð. Hún segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja. Í úrskurðinum segir að upptökur úr síma stúlkunnar, framburður annarra og önnur gögn málsins styðji við frásögn hennar og uppfyllir gæsluvarðhaldið því ekki skilyrði laga um að stúlkan sé undir rökstuddum grun í málinu. Sjö prósent ungmennanna báru vopn til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði segir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að ofbeldismenning og vopnaburður ungmenna sé mikið áhyggjuefni. Í vetur lagði Margrét nafnlausa spurningalista fyrir alla nemendur á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 13-18 ára. Þar kom fram að sjö prósent þeirra hefðu borið vopn því þeim fannst þau þurfa að verja sig. „Þetta er ansi mikið þó að talan - sjö prósent - virki kannski ekki svakaleg en ef maður setur þetta í samhengi við fjöldann á landsvísu.“ Sjö prósent af 16.500 svarendum í könnuninni er 1155. „Þannig að þetta er svakalegur fjöldi.“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að grípa þurfi til aðgerða strax.Stöð 2 Margrét segir að svo virtist sem að einhvers konar ofbeldismenning eða andi á meðal ungs fólks á Íslandi sé komin upp. „Það þarf að bregðast við þessu – núna – og það þarf að stöðva þetta.“ Vandi ungmenna sé margþættur; eftirlitslaus samfélagsmiðlanotkun, ófullnægjandi forvarnastarf og félagsleg einangrun COVID tímans. Við hefðum sofið á verðinum gagnvart þeirri óheillaþróun sem hefur verið að teiknast upp hjá ungu kynslóðinni. „En þessi vopnaburður, allir þessir hnífar, það er auðvitað áhyggjuefni sem þarf að taka á og það þarf að taka á því af hörku og þegar ég segi hörku þá er ég ekki að meina með hörðum refsingum heldur þarf að taka þessu alvarlega.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. 24. apríl 2023 19:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fjögur ungmenni voru upphaflega hneppt í gæsluvarðhald eftir að 27 ára pólskur maður lést eftir að hafa ítrekað verið stunginn með eggvopni. Nítján ára sakborningur á Hólmsheiði hefur samkvæmt heimildum fréttastofu játað sök. Hin ungmennin þrjú voru vistuð á Stuðlum en sautján ára stúlku úr þeim hópi var sleppt úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar. Á sunnudag skaut verjandi hennar gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar með kæru. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness átti henni að vera gert að sæta varðhaldi til klukkan fjögur næsta fimmtudag. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, lýsir stúlkan málavöxtum þannig að fljótlega eftir að hún og félagar hennar hafi komið út af veitingastað í Hafnarfirði hafi komið til átaka sem hún hafi ekki tekið þátt í og hún verið í fimm til átta metra fjarlægð. Hún segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja. Í úrskurðinum segir að upptökur úr síma stúlkunnar, framburður annarra og önnur gögn málsins styðji við frásögn hennar og uppfyllir gæsluvarðhaldið því ekki skilyrði laga um að stúlkan sé undir rökstuddum grun í málinu. Sjö prósent ungmennanna báru vopn til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði segir í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að ofbeldismenning og vopnaburður ungmenna sé mikið áhyggjuefni. Í vetur lagði Margrét nafnlausa spurningalista fyrir alla nemendur á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 13-18 ára. Þar kom fram að sjö prósent þeirra hefðu borið vopn því þeim fannst þau þurfa að verja sig. „Þetta er ansi mikið þó að talan - sjö prósent - virki kannski ekki svakaleg en ef maður setur þetta í samhengi við fjöldann á landsvísu.“ Sjö prósent af 16.500 svarendum í könnuninni er 1155. „Þannig að þetta er svakalegur fjöldi.“ Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að grípa þurfi til aðgerða strax.Stöð 2 Margrét segir að svo virtist sem að einhvers konar ofbeldismenning eða andi á meðal ungs fólks á Íslandi sé komin upp. „Það þarf að bregðast við þessu – núna – og það þarf að stöðva þetta.“ Vandi ungmenna sé margþættur; eftirlitslaus samfélagsmiðlanotkun, ófullnægjandi forvarnastarf og félagsleg einangrun COVID tímans. Við hefðum sofið á verðinum gagnvart þeirri óheillaþróun sem hefur verið að teiknast upp hjá ungu kynslóðinni. „En þessi vopnaburður, allir þessir hnífar, það er auðvitað áhyggjuefni sem þarf að taka á og það þarf að taka á því af hörku og þegar ég segi hörku þá er ég ekki að meina með hörðum refsingum heldur þarf að taka þessu alvarlega.“ Hér að neðan er hægt að hlusta á hádegisfréttatíma Bylgjunnar í heild.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 „Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. 24. apríl 2023 19:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10
„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. 24. apríl 2023 19:31