Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 15:46 Flest málin lúta að umferðarlagabrotum túrista. Vilhelm Gunnarsson 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Árið 2020 var hlutfallið aðeins 14,3 prósent. Þá voru 10.418 mál felld niður og 177 kærum vísað frá. Ári seinna hafði hlutfallið hækkað í 18 prósent. Hins vegar var hlutfallið 22,3 prósent árið 2018. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Túristar sem keyra hratt Langflest málin sem verða að engu eru umferðarlagabrot, einkum umferðarlagabrot erlendra ferðamanna sem varða hraðakstur og ekki hefur tekist að fullnusta. Árið 2022 voru 10.507 umferðarlagabrot felld niður, eða rúmlega 61 prósent allra brota. Þar á eftir koma auðgunarbrot, svo sem þjófnaðir, 3.217 talsins. Þá 1.403 brot er varða fjárréttindi, 1.057 sérrefsilagabrot svo sem fíkniefna og vopnalagabrot, 641 brot er falla undir flokkinn manndráp og líkamsmeiðingar, 347 ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, 40 skjalafalsmál, 34 brot er varða almannahættu og 19 kynferðisbrot. Lögregla vísar frá kæru ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn. „Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað,“ segir í svarinu. Sé mál fellt niður er skylt að tilkynna kærenda það og getur hann þá kært ákvörðunina um niðurfellingu. Lögreglan Lögreglumál Umferð Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira
Árið 2020 var hlutfallið aðeins 14,3 prósent. Þá voru 10.418 mál felld niður og 177 kærum vísað frá. Ári seinna hafði hlutfallið hækkað í 18 prósent. Hins vegar var hlutfallið 22,3 prósent árið 2018. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. Túristar sem keyra hratt Langflest málin sem verða að engu eru umferðarlagabrot, einkum umferðarlagabrot erlendra ferðamanna sem varða hraðakstur og ekki hefur tekist að fullnusta. Árið 2022 voru 10.507 umferðarlagabrot felld niður, eða rúmlega 61 prósent allra brota. Þar á eftir koma auðgunarbrot, svo sem þjófnaðir, 3.217 talsins. Þá 1.403 brot er varða fjárréttindi, 1.057 sérrefsilagabrot svo sem fíkniefna og vopnalagabrot, 641 brot er falla undir flokkinn manndráp og líkamsmeiðingar, 347 ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, 40 skjalafalsmál, 34 brot er varða almannahættu og 19 kynferðisbrot. Lögregla vísar frá kæru ef ekki þykja efni til að hefja rannsókn. „Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað,“ segir í svarinu. Sé mál fellt niður er skylt að tilkynna kærenda það og getur hann þá kært ákvörðunina um niðurfellingu.
Lögreglan Lögreglumál Umferð Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fleiri fréttir Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Sjá meira