Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. apríl 2023 18:31 Fyrirsætan Ashley Graham var valin kynþokkafyllsta kona heims af tímaritinu Maxim. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag) Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Á meðal þeirra kvenna sem nefndar eru á listanum í ár eru leikkonurnar Margot Robbie, Jenna Ortega, Zoe Saldana og Lily Rose Depp, fyrirsæturnar Emily Ratajkowski, Cara Delevingne og Bella Hadid og tónlistarkonurnar Doja Cat, Beyoncé, Ariana Grande, Rihanna og Selena Gomez. Hin 35 ára gamla Graham er ein allra frægasta „plus size“ fyrirsæta heims. Hún hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Vogue, Harper‘s Bazaar og Elle. Þá hefur hún verið ötul talskona sjálfsástar og líkamsvirðingar í gegnum tíðina. Hún hefur reglulega sett inn myndir af sér þar sem hún sýnir alla þá fegurð sem mannslíkaminn hefur upp á að bjóða, eins og slit og fellingar. View this post on Instagram A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) Ættum að fagna líkama okkar nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni Tímaritið Maxim hefur valið kynþokkafyllstu konu heims árlega frá árinu 2000 og fetar Graham í fótspor kvenna á borð við Jessicu Alba, Jennifer Garner, Evu Longoriu, Katy Perry, Miley Cyrus, Taylor Swift og Hailey Bieber. Það má segja að Graham hafi brotið blað í sögunni því hún er bæði elsta konan og fyrsta „plus size“ fyrirsætan til þess að hljóta titilinn. Graham segist þykja sérstaklega vænt um titilinn í ljósi þess að hún eignaðist tvíbura fyrir rétt rúmu ári síðan. „Þegar ég sat fyrst fyrir á forsíðu Maxim átti ég ekki börn en í þetta skiptið á ég þrjú börn. Þetta er áminning um það að kynþokkinn kemur í alls konar myndum, ólíkum stærðum og gerðum. Ég hef reyndar alltaf verið talsmaður þess, en svo eignaðist ég sjálf börn og þá breyttist líkaminn svo mikið og ég átti erfitt með að sætta mig við líkama minn og hve mikið hann hafði breyst,“ segir Graham í viðtali við Maxim. Hún segir lykilinn að sjálfsást því ekki aðeins felast í því að elska líkama sinn, heldur einnig að taka honum nákvæmlega eins og hann er að hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by MAXIM (@maximmag)
Fjölmiðlar Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30 People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00 Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Leikkonan Jennifer Lawrence trónir á toppnum. 1. maí 2014 15:00 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd. 8. nóvember 2022 11:30
People hefur valið kynþokkafyllsta mann heims Leikarinn Paul Rudd hefur verið valinn kynþokkafyllsti maður heims að mati bandaríska tímaritsins People. Hann segist eiga erfitt með að meðtaka þennan nýja titil en hann muni þó taka hann alla leið. 10. nóvember 2021 13:31
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Tímaritið Esquire gefur leikkonunni Penelope Cruz þá nafnbót. 13. október 2014 16:00