„Nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2023 12:31 Arnar býst við hörkuleik í Víkinni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vill halda góðu gengi sinna manna gangandi er liðið fær KR í heimsókn í Bestu deild karla í kvöld í því sem hann kallar fyrsta stórleik tímabilsins. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina vel. Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Víkingur var á toppi deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar, eina liðið með fullt hús stiga. Arnar segir liðið hafa sýnt þroskaða frammistöðu í tveimur 2-0 sigrum á Stjörnunni og Fylki. „Þessir tveir fyrstu leikir hafa verið mjög heilsteyptar frammistöður en engar flugeldasýningar. Þetta er búið að vera svona 7,5 til 8, að halda hreinu og vera bara virkilega heilsteypt. KR er líka búið að vera virkilega öflugt með tvo erfiða útileiki og ná í fjögur stig þannig að við getum sagt að þetta sé fyrsti stórleikur sumarsins í kvöld,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Vilja ekki endurtaka mistök síðasta árs Líkt og hann nefnir hefur KR einnig farið vel af stað, með naumu 1-1 jafntefli við KA norðan heiða, og 2-0 sigri á Keflavík. Hann segir þá að menn mæti vel stemmdir í leikinn og vilji halda góðu gengi gangandi. „Ég var með fund með strákunum í gær og það er bara nóg að nefna KR á nafn til að menn fái blóð á tennurnar. Þetta eru búnar að vera alveg ævintýralegar viðureignir í gegnum árin, síðustu þrjú eða fjögur ár. Bæði í deild og bikar. Ég held að bæði lið verði vel stemmd, með rétt hugarfar fyrir leikinn í kvöld,“ „Þetta snýst um ákveðið statement líka. Við erum rétt að byrja en þú vinnur ekki titil með leiknum í kvöld en þú vilt halda þér vel gangandi. Við klúðruðum tímabilinu svolítið í fyrra í apríl og maí og það má ekki koma fyrir aftur,“ segir Arnar. KR verið betri síðustu ár Undanfarin ár hafa Víkingar átt góðu gengi að fagna og meðal annars verið banabiti KR í bikarkeppninni tvívegis, bæði skiptin í Víkinni. Það sem Víkingar hafa hins vegar ekki náð að gera síðan sumarið 2016 er að vinna KR á heimavelli í deildinni. Síðan þá hafa liðin leikið sjö deildarleiki í Víkinni. Fjórum sinnum hefur KR farið með sigur af hólmi, síðast 2020, og þremur viðureignum hefur lokið með jafntefli. Markatalan í þessum leikjum er 14-7 KR í vil. Tekst Víkingum að breyta því í kvöld? Víkingur og KR mætast klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og Stúkan gerir alla þriðju umferð Bestu deildarinnar upp í kjölfarið, klukkan 21:20.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira