Ég vantreysti öllum Benedikt Jóhannesson skrifar 24. apríl 2023 10:01 Fyrir tæplega 20 árum sagði gamall kennari minn frá ráði sem prestur nokkur gaf henni ráð þegar hún var ung stúlka á leiðinni út í lífið: „Mundu að það er engum að treysta.“ Ekki dró það úr þunga sögunnar að bæði kennarinn og presturinn voru vel þekkt á sinni tíð. Kennarinn var Jenna Jensdóttir, kunnur barnabókahöfundur. Presturinn var séra Árelíus Níelsson sem þjónaði í Langholtssókn í áratugi. Vissulega umdeildur maður, en vel þekktur. Þessi ráðlegging olli mér heilabrotum. Var ástandið virkilega þannig á árum áður að prestur gat ekki gefið betri ráð en þetta? Eiga þessi orð kannski við á öllum tímum? Væri lífið ekki skelfilegt ef maður velti því stöðugt fyrir sér hvort viðmælandinn sæti á svikráðum við sig? Þegar ég horfi á stjórnmálalífið finnst mér oft að þar gildi þetta gamla boðorð prestsins. Virðingin fyrir andstæðingnum er engin og öllum meðulum beitt til þess að klekkja á honum. Enginn segir að ekki megi benda á það sem miður fer, en aðferðirnar sem notaðar eru jafnast oft á við að nota sleggju til þess að festa upp teiknibólu. Líklega eru tillögurnar um ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum einhver mesta lágkúra í stjórnmálasögu Íslendinga. Ráðherrar bera auðvitað pólitíska ábyrgð, en að vilja setja þá á sakabekk eins og ótínda glæpamenn var lýðskrum af verstu tegund. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde voru fjórir núverandi ráðherrar: Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Sú atkvæðagreiðsla mun alla tíð vera óafmáanlegur blettur á þeirra ferli. Oft hef ég talað um þá tilfinningu mína að þingsalurinn kalli fram hið versta í fólki. Vænstu menn, karlar og konur, rjúka upp í heilagri vandlætingu í þingsal yfir smáu sem stóru. Þetta vekur upp spurninguna: Bera alþingismenn virðingu hver fyrir öðrum og stofnuninni sem þeir skipa? Ef ekki, hví skyldu aðrir treysta henni? Traust þjóðarinnar til Alþingis var 25% í síðustu mælingu. Oftar en ekki breytist vænsta fólk til hins verra þegar það kemst í áhrifastöðu. Á örfáum vikum verða allt of margir ráðherrar hrokagikkir, jafnvel sumir sem áður voru hvers manns hugljúfi. Þeir telja sig vaxa með því að gera lítið úr öðrum. Í stjórnarandstöðu er málefnaleg umræða talin ólíkleg til árangurs. Málflutningur minnihlutans virðist að mestu byggður á spælingum og nöldri í garð ráðherra, en óvenjulegt að heyra upplýsandi rökræður, byggðar á reynslu og þekkingu þingmanna, enda fækkar sífellt í hópi þeirra þingmanna sem búa að reynslu úr atvinnulífi eða forystu í félagasamtökum, svo dæmi séu tekin af þekkingu sem nýst gæti við lagasetningu eða stjórn landsins. Fjölmiðlar eiga eflaust sína sök. Lítið fútt þykir í því að segja frá því að borin hafi verið upp skynsamleg frumvörp sem líkleg séu til þess að efla þjóðarhag. Síðast var sæmileg ró yfir þingfundi í beinni útsendingu, þegar þingmenn sátu í sínu fínasta pússi undir 40 milljóna lýsingu um mitt sumar á afmæli fullveldisins og hlýddu á heiðursgest VG, Piu Kjærsgaard, fyrrverandi formann Danska þjóðarflokksins. Á árum áður var sagt frá skemmtilegum tilsvörum eða snjöllum málflutningi einstakra þingmanna og ráðherra. Nú er hún Snorrabúð stekkur og fátt um mælskumenn eða orðsnillinga á þingi. Stóryrði og hneykslun ná helst eyrum fjölmiðla. En mikil umfjöllun þýðir ekki endilega meiri stuðningur við stefnuna. Á sínum tíma vakti yfirvegaður málflutningur Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata athygli og fylgi flokksins rauk upp í skoðanakönnunum. Þegar fleiri fulltrúar þeirra töluðu og Helgi hafði hægar um sig minnkaði fylgið. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að meðal þjóðarinnar sé hljómgrunnur fyrir ábyrgum, frjálslyndum flokki sem forðist upphrópanir og lýðskrum, hafi raunverulega stefnu og lofi ekki að gera allt fyrir alla. Stefnuræður stjórnmálaforingja virðast aftur á móti byggðar á sama gátlistanum þar sem þess er gætt að snerta á öllu, án þess að segja neitt sem hönd er á festandi. Almennir þingmenn eru í keppni um hver er hneykslaðastur, óháð því um hvaða mál á að ræða. Sjaldgæft er að borið sé upp vantraust á einstaka ráðherra. Á lýðveldistímanum hefur það aðeins gerst þrisvar. Þegar vantraust var borið upp á Bjarna Benediktsson fyrir embættisveitingar árið 1954 svaraði hann öllum ávirðingum lið fyrir lið í vel rökstuddri ræðu. Árið 2018 var lögð fram vantrauststillaga á Sigríði Andersen vegna skipunar Landsréttardómara, en Hæstiréttur hafði dæmt að ráðherrann hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni áður er dómarar voru skipaðir. Sigríði fannst erfitt að nota þau rök, að ekki hefði verið forsvaranlegt að skipa dómstól á 21. öldinni þar sem 2/3 hlutar væru karlmenn. Hún beitti heldur ekki formlegri einkunnagjöf við sitt mat, en það hefði nægt, skilji ég sjónarmið Hæstaréttar rétt. Vantraustið var fellt, en Sigríður sagði af sér ári síðar eftir að hliðstæður dómur féll í Mannréttindadómstól Evrópu. Í vor var svo borin upp vantrauststillaga á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Þessi tillaga var ólík hinum tveimur því nú virðist almenningur ekki hafa hugmynd um á hverju tillagan byggði. Flestir þeir sem ég spurði um málið töldu að móðgun í garð Jóns fyrir að hafa komið í gegn frumvarpi um flóttamenn eða klaufalegt orðalag að væri rótin að vantraustinu. Vantraust á að vera alvarlegt mál, en ekki dægurupphlaup til þess að fá umfjöllun í fréttum. Þó að deilt sé um embættisfærslur og skoðanir Jóns, þá er öllum ljóst að hann mun láta af embætti í vor eða sumar. Vantrauststillagan virtist flaustursleg, jafnvel illkvittin, en vakti í raun litla athygli. Ýmsir tóku þó eftir því að Tómas í Tommaborgurum sat hjá og Guðrún Hafsteinsdóttir greiddi atkvæði á móti. Vinnubrögð af þessu tagi minnka virðingu fyrir þungavopnum stjórnarandstöðunnar sem helst getur sameinast heilshugar um tillögu sem fáir utan þingsins skilja. Hafi tillagan verið málefnaleg mistókst að koma því til skila til almennings. Eftir situr þing sem er klofnara en áður, heiftin ræður ríkjum og fleiri vantreysta Alþingi. Höfundur er stofnandi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Alþingi Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega 20 árum sagði gamall kennari minn frá ráði sem prestur nokkur gaf henni ráð þegar hún var ung stúlka á leiðinni út í lífið: „Mundu að það er engum að treysta.“ Ekki dró það úr þunga sögunnar að bæði kennarinn og presturinn voru vel þekkt á sinni tíð. Kennarinn var Jenna Jensdóttir, kunnur barnabókahöfundur. Presturinn var séra Árelíus Níelsson sem þjónaði í Langholtssókn í áratugi. Vissulega umdeildur maður, en vel þekktur. Þessi ráðlegging olli mér heilabrotum. Var ástandið virkilega þannig á árum áður að prestur gat ekki gefið betri ráð en þetta? Eiga þessi orð kannski við á öllum tímum? Væri lífið ekki skelfilegt ef maður velti því stöðugt fyrir sér hvort viðmælandinn sæti á svikráðum við sig? Þegar ég horfi á stjórnmálalífið finnst mér oft að þar gildi þetta gamla boðorð prestsins. Virðingin fyrir andstæðingnum er engin og öllum meðulum beitt til þess að klekkja á honum. Enginn segir að ekki megi benda á það sem miður fer, en aðferðirnar sem notaðar eru jafnast oft á við að nota sleggju til þess að festa upp teiknibólu. Líklega eru tillögurnar um ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum einhver mesta lágkúra í stjórnmálasögu Íslendinga. Ráðherrar bera auðvitað pólitíska ábyrgð, en að vilja setja þá á sakabekk eins og ótínda glæpamenn var lýðskrum af verstu tegund. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með því að ákæra Geir H. Haarde voru fjórir núverandi ráðherrar: Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Sú atkvæðagreiðsla mun alla tíð vera óafmáanlegur blettur á þeirra ferli. Oft hef ég talað um þá tilfinningu mína að þingsalurinn kalli fram hið versta í fólki. Vænstu menn, karlar og konur, rjúka upp í heilagri vandlætingu í þingsal yfir smáu sem stóru. Þetta vekur upp spurninguna: Bera alþingismenn virðingu hver fyrir öðrum og stofnuninni sem þeir skipa? Ef ekki, hví skyldu aðrir treysta henni? Traust þjóðarinnar til Alþingis var 25% í síðustu mælingu. Oftar en ekki breytist vænsta fólk til hins verra þegar það kemst í áhrifastöðu. Á örfáum vikum verða allt of margir ráðherrar hrokagikkir, jafnvel sumir sem áður voru hvers manns hugljúfi. Þeir telja sig vaxa með því að gera lítið úr öðrum. Í stjórnarandstöðu er málefnaleg umræða talin ólíkleg til árangurs. Málflutningur minnihlutans virðist að mestu byggður á spælingum og nöldri í garð ráðherra, en óvenjulegt að heyra upplýsandi rökræður, byggðar á reynslu og þekkingu þingmanna, enda fækkar sífellt í hópi þeirra þingmanna sem búa að reynslu úr atvinnulífi eða forystu í félagasamtökum, svo dæmi séu tekin af þekkingu sem nýst gæti við lagasetningu eða stjórn landsins. Fjölmiðlar eiga eflaust sína sök. Lítið fútt þykir í því að segja frá því að borin hafi verið upp skynsamleg frumvörp sem líkleg séu til þess að efla þjóðarhag. Síðast var sæmileg ró yfir þingfundi í beinni útsendingu, þegar þingmenn sátu í sínu fínasta pússi undir 40 milljóna lýsingu um mitt sumar á afmæli fullveldisins og hlýddu á heiðursgest VG, Piu Kjærsgaard, fyrrverandi formann Danska þjóðarflokksins. Á árum áður var sagt frá skemmtilegum tilsvörum eða snjöllum málflutningi einstakra þingmanna og ráðherra. Nú er hún Snorrabúð stekkur og fátt um mælskumenn eða orðsnillinga á þingi. Stóryrði og hneykslun ná helst eyrum fjölmiðla. En mikil umfjöllun þýðir ekki endilega meiri stuðningur við stefnuna. Á sínum tíma vakti yfirvegaður málflutningur Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata athygli og fylgi flokksins rauk upp í skoðanakönnunum. Þegar fleiri fulltrúar þeirra töluðu og Helgi hafði hægar um sig minnkaði fylgið. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að meðal þjóðarinnar sé hljómgrunnur fyrir ábyrgum, frjálslyndum flokki sem forðist upphrópanir og lýðskrum, hafi raunverulega stefnu og lofi ekki að gera allt fyrir alla. Stefnuræður stjórnmálaforingja virðast aftur á móti byggðar á sama gátlistanum þar sem þess er gætt að snerta á öllu, án þess að segja neitt sem hönd er á festandi. Almennir þingmenn eru í keppni um hver er hneykslaðastur, óháð því um hvaða mál á að ræða. Sjaldgæft er að borið sé upp vantraust á einstaka ráðherra. Á lýðveldistímanum hefur það aðeins gerst þrisvar. Þegar vantraust var borið upp á Bjarna Benediktsson fyrir embættisveitingar árið 1954 svaraði hann öllum ávirðingum lið fyrir lið í vel rökstuddri ræðu. Árið 2018 var lögð fram vantrauststillaga á Sigríði Andersen vegna skipunar Landsréttardómara, en Hæstiréttur hafði dæmt að ráðherrann hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni áður er dómarar voru skipaðir. Sigríði fannst erfitt að nota þau rök, að ekki hefði verið forsvaranlegt að skipa dómstól á 21. öldinni þar sem 2/3 hlutar væru karlmenn. Hún beitti heldur ekki formlegri einkunnagjöf við sitt mat, en það hefði nægt, skilji ég sjónarmið Hæstaréttar rétt. Vantraustið var fellt, en Sigríður sagði af sér ári síðar eftir að hliðstæður dómur féll í Mannréttindadómstól Evrópu. Í vor var svo borin upp vantrauststillaga á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Þessi tillaga var ólík hinum tveimur því nú virðist almenningur ekki hafa hugmynd um á hverju tillagan byggði. Flestir þeir sem ég spurði um málið töldu að móðgun í garð Jóns fyrir að hafa komið í gegn frumvarpi um flóttamenn eða klaufalegt orðalag að væri rótin að vantraustinu. Vantraust á að vera alvarlegt mál, en ekki dægurupphlaup til þess að fá umfjöllun í fréttum. Þó að deilt sé um embættisfærslur og skoðanir Jóns, þá er öllum ljóst að hann mun láta af embætti í vor eða sumar. Vantrauststillagan virtist flaustursleg, jafnvel illkvittin, en vakti í raun litla athygli. Ýmsir tóku þó eftir því að Tómas í Tommaborgurum sat hjá og Guðrún Hafsteinsdóttir greiddi atkvæði á móti. Vinnubrögð af þessu tagi minnka virðingu fyrir þungavopnum stjórnarandstöðunnar sem helst getur sameinast heilshugar um tillögu sem fáir utan þingsins skilja. Hafi tillagan verið málefnaleg mistókst að koma því til skila til almennings. Eftir situr þing sem er klofnara en áður, heiftin ræður ríkjum og fleiri vantreysta Alþingi. Höfundur er stofnandi Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar