Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. apríl 2023 15:01 Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu hefur 1.100 breskum ríkisborgurum verið vísað frá Svíþjóð. Getty Images Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit. Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum. Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum.
Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira