Skrá sig á spjöld sögunnar í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2023 22:00 Lið Flensborgarskólans: Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður. vísir/egill Þau tímamót verða eftir viku að fyrsta kvennaliðið keppir til úrslita í ræðukeppninni MORFÍS. Stelpurnar í liðinu eru stoltar af því að skrá sig svona á spjöld sögunnar - en finna þó enn fyrir fordómum á þessum áður karllæga vettvangi. „Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan. Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
„Hvað þarf margar ljóskur til að skipta um ljósaperu? Tvær! Eina til að skipta um peru og aðra til að sjúga mig! Þá vitum við það,“ sagði einn keppanda í ræðu sinni í úrslitum MORFÍS, Mælsu og rökræðukeppni framhaldsskólanna, árið 2004. Brandari sem eflaust ætti síður upp á pallborðið hjá áhorfendum í dag, yrði hann sagður í pontu. Versló og MH áttust við - allir keppendur strákar. Kynjahalli sem einkenndi keppnina framan af. Morfís hefur í gegnum tíðina verið beinlínis fjandsamlegur vettvangur fyrir stelpur, eins og fyrirsagnir sem fréttamaður tíndi til og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan sýna glöggt. Þekktasta dæmið er eflaust frá 2008 þegar lið skipað strákum sýndi nektarmynd af kvenkyns mótherja í miðri keppni. En nú er öldin örlítið önnur. Í úrslitunum næsta föstudag mætast MR og Flensborg - og lið síðarnefnda skólans er eingöngu skipað stelpum, í fyrsta sinn í sögunni sem allsherjar kvennalið nær í úrslit. Liðsmennirnir, þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, frummælandi, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, meðmælandi, Perla Eyfjörð Arnardóttir, liðsstjóri og Snædís Petra Sölvadóttir, stuðningsmaður, eru allar á einu máli: það er ákaflega spennandi að skrá sig á spjöld MORFÍS-sögunnar með þessum hætti. Löngu sé kominn tími til að allsherjarkvennalið keppi til úrslita. Þá segja stelpurnar MORFÍS-menninguna blessunarlega hafa kvenvæðst mjög undanfarið en þær finni enn fyrir gömlum draugum. „Óviðeigandi skot sem eru að koma frá karlmönnum í liðunum. Kynferðisleg oft,“ segir Birgitta. „Eins og í síðustu keppni, ég nefni engin nöfn, en þá kemur strákur í liðinu með svarið: Ég frétti að ein í liðinu væri ógeðslega gröð. Við vorum alveg bara já, ókei,“ segir Unnur. Ítarlegra viðtal við stelpurnar má sjá í innslaginu hér fyrir ofan.
Framhaldsskólar Hafnarfjörður Morfís Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira