Kjarnorkuknúnir kafbátar nærri Helguvík Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. apríl 2023 12:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Kjarnorkuknúnum orrustukafbátum bandaríska sjóhersins verður heimilt að hafa viðkomu við Ísland og von er á fyrsta kafbátnum á næstunni. Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að þeir megi ekki bera kjarnorkuvopn innan íslenskrar landhelgi. Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun en að loknum ríkisstjórnarfundi í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, þetta auka öryggi neðansjávarinnviða líkt og sæstrengja í kringum Ísland. Ákvörðunin snúist þó ekki einungis um öryggi okkar heldur skuldbindingar gagnvart Atlantshafsbandalaginu og vörnum á Norður-Atlantshafi. „Þetta eykur getu þeirra til að stunda eftirlit án þess að þurfa að sigla til Noregs og til baka, sem tekur nokkra daga, og þá um leið missa yfirsýn yfir svæðið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við erum einfaldlega á þeim tímum að þetta er mikilvægt og við höfum vandað þennan undirbúning gríðarlega. Þetta er búið að vera í vinnslu í heilt ár og við höfum verið í þéttum upplýsingaskiptum og farið í vettvangsferð annað til að kanna þetta. Þetta er auðvitað framkvæmd sem hefur verið stunduð í Noregi um áratuga skeið.“ Er einhver ástæða fyrir því að þeir koma ekki að höfn? „Það er stærra skref að þeir komi að höfn og við erum ekki með innviði til að þeir geti það. Það þyrfti að laga viðlegukanta og annað slíkt. Þetta dugir til að gera það sem þarf, að þeir fái þá þjónustu sem þeir þurfa hverju sinni. Hvort sem það er til að sækja varning eða skipta um áhöfn án þess að þurfa að fara í nokkurra daga siglingu.“ Þórdís segir að þetta muni eiga sér stað utan við Reykjanes, eða Helguvík nánar tiltekið. Ekki liggur fyrir hversu margar heimsóknirnar verða en þó líklega nokkrar á ári. Samkomulagið er til framtíðar en óska þarf eftir leyfi til að koma nærri landi í hvert skipti. Landhelgisgæslan muni í samstarfi við aðra aðila sjá um að koma vistum til þeirra. Treysta því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn Utanríkisráðherra hefur áréttað sérstaklega við bandarísk stjórnvöld að virða þurfi ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum. Aðspurð hvaða tryggingu stjórnvöld hafi fyrir því að kafbátarnir beri ekki kjarnavopn segir hún það byggja á trausti. „Við byggjum það á traustum samskiptum við bandarísk stjórnvöld. Það eru ekki kjarnavopn innan þessara báta, þessar tegundir eru þannig. Við erum með skýrar yfirlýsingar og skýra stefnu sem móttekið er að Bandaríkjamenn virði. Noregur er með sambærilega stefnu og það hefur gengið vandræðalaust fyrir sig um áratuga skeið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjarnorka Utanríkismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira