Ríkisstjórnin hafi fallið á báðum prófum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2023 23:23 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að með fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 hafi ríkisstjórnin fallið á báðum prófum sem fyrir henni lágu. Formaður fjárlaganefndar er ósammála en segir áætlunina þó ekki nógu gegnsæja. „Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey. Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
„Stóra verkefnið núna er annars vegar að berja niður verðbólguna með aðhaldi, kæla hagkerfið, og svo er það hins vegar að verja fólkið í landinu, sérstaklega tekjulægstu hópana, fyrir verðbólgunni og áhrifum hennar. Við höfum talað á þann veg að með þessari fjármálaáætlun sé ríkisstjórnin svolítið að falla á báðum prófunum,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann bendir á að Fjármálaráð hafi gagnrýnt skort á aðhaldi í áætluninni. „Það er verið að reka ríkissjóð með halla til 2027 þrátt fyrir blússandi hagvöxt og hátt atvinnustig. Það þýðir að verðbólga verður meiri og vextir hærri en ella. Þá hefur maður auðvitað áhyggjur af fólkinu sem er fast á leigumarkaði, sem lætur sig dreyma um að eignast húsnæði en kemst ekki inn á fasteignamarkað, og fólkinu sem sér greiðslubyrðina sína rjúka upp eftir að hafa skuldsett sig fyrir fasteign. Þessi fjármálaáætlun gefur þessu fólki enga von eða huggun. Húsnæðisstuðningur stendur bara í stað út áætlunartímann. Þetta er eitt af því mörgu sem við jafnaðarmenn myndum gera öðruvísi í þessum efnum,“ sagði Jóhann Páll. Helsti gallinn sé skortur á gagnsæi Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, var einnig til viðtals og hafnaði málflutningi Jóhanns Páls. „Þessi fjármálaáætlun er fyrst og fremst, þvert á það sem Jóhann Páll segir, til þess að mæta verðbólgunni. Við erum að reyna að stemma stigu við fjárfestingum á næstkomandi ári, sem er mjög nauðsynlegt því við viljum keyra þetta niður. Við erum samt að verja þá sem höllustum fæti standa, í alla staði. Það höfum við gert alla tíð þessarar ríkisstjórnar, og munum halda áfram að gera.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Rætt verði við fagráðherra í dag og á morgun, en í kjölfarið verði farið yfir áætlunina með fjármálaráðuneytinu. „Þá auðvitað setjum við kannski fram gagnrýni og annað slíkt. En sannarlega er það þannig að fyrst og síðast er fjármálaáætlun ekki nógu gagnsæ. Hvorki fyrir okkur nefndarmenn eða aðra og því þarf að breyta, þannig að við stöndum ekki frammi fyrir því að hver sé að túlka fram á kvöld,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira