Endurmat náttúruvár Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun