Elvar hetjan í ótrúlegri endurkomu Ribe-Esbjerg gegn Álaborg Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:53 Elvar jafnaði metin á lokasekúndu leiksins. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og samherjar hans í Álaborg naga sig eflaust í handarbökin eftir ótrúlegt hrun liðsins gegn Ribe-Esbjerg þegar liðin mættust í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld. Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu. Danski handboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Úrslitakeppni danska boltans fer þannig fram að efstu átta liðin keppa í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu lið riðlanna komast áfram í undanúrslit. Tvö efstu lið deildakeppninnar taka með sér tvö stig í sitt hvorn riðil úrslitakeppninnar og liðin í þriðja og fjórða sæti taka með sér eitt stig hvort. Álaborg mætti í dag liði Ribe-Esbjerg en Álaborg varð deildarmeistari en Ribe-Esbjerg endaði deildakeppnina í 8. sæti. Aron Pálmarsson leikur með liði Álaborgar en í liði Ribe-Esbjerg eru þrír Íslendingar, markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson auk þeirra Elvars Ágeirssonar og Arnars Birkis Hálfdánarsonar. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Álaborg í kvöld.Vísir/Vilhelm Álaborg var með frumkvæðið lengst af í leiknum í dag og leiddi 10-6 um miðjan fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 18-15 fyrir gestina sem hefur á að skipa afar sterku liði.Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Álaborg komst fimm mörkum yfir í upphafi og leiddi 33-27 þegar fimm mínútur voru eftir. Þá hófst hins vegar ótrúleg endurkoma Ribe-Esbjerg. Liðið skoraði síðustu sex mörk leiksins og það var Elvar Ásgeirsson sem jafnaði metin í 33-33 á lokasekúndunni. Ótrúlegur endir á leiknum en Álaborg leiddi 33-31 þegar átján sekúndur voru eftir. Ribe-Esbjerg HH 33-33 Aalborg Insane comeback by Ribe-Esbjerg HH! Aalborg was up 33-27 with the ball with 3 minutes and 30 seconds left!! With 33-30 with less than a minute left and with 33-31 with 18 seconds left. REHH with the equalizer in the last second! : TV2 Play pic.twitter.com/JoLI7CsFiC— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 14, 2023 Elvar átti góðan leik í liði Ribe-Esbjerg og skoraði fimm mörk úr sex skotum auk þess að gefa fimm stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði átta skot í markinu en Arnar Birkir komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk úr átta skotum fyrir Álaborg auk þess að gefa sex stoðsendingar. Álaborg er með þrjú stig í efsta sæti riðilsins en Ribe-Esbjerg með eitt stig líkt og KIF Kolding sem tapaði fyrir Skjern í gær. Þá mættust lið Nordsjælland og Holstebro í keppni neðstu liða deildarinnar þar sem barist er um sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni. Halldór Jóhann Sigfússon er þjálfari liðs Holstebro en hann tók við sem aðalþjálfari nú í febrúar. Leiknum í dag lauk með 29-29 jafntefli og er Holstebro í öðru sæti umspilsins en fimm lið taka þátt. Holstebro er með þrjú stig eftir að hafa tekið tvö stig með sér úr deildakeppninni þar sem liðið endaði í 10. sæti deildakeppninnar en fimm af sex neðstu liðum deildarinnar taka þátt í umspilinu.
Danski handboltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira