Kristín Soffía og Hlöðver Þór nýir leitarar Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2023 10:32 Kristín Soffía Jónsdóttir, Birgir Örn Birgisson, stjórnarformaður og Hlöðver Þór Árnason. Leitar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hlöðver Þór Árnason hafa verið ráðin til starfa hjá Leitar Capital Partners sem svokallaðir leitarar. Undir hatti Leitar munu Kristín Soffía og Hlöðver stýra eigin leitarsjóðum, annars vegar Hringur Capital ehf. og hins vegar Seek ehf. Þeir munu kaupa fyrirtæki sem Kristín Soffía og Hlöðver sjá um að stýra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Kristín Soffía starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Klak Innovit og hefur einnig verið borgarfulltrúi í Reykjavík. Hjá Klak hafi hún leitt endurmörkun félagsins og stofnað mentoraþjónustu Klak, þar sem reynslumiklir stjórnendur styðja við frumkvöðla. „Kristín situr í stjórn Orkusölunnar og hefur áður setið í stjórn Strætó, Þróunarfélags Grundartanga og Faxaflóahafna, þar sem hún var stjórnarformaður um árabil. Umhverfismál hafa skipað stóran sess hjá henni þar sem hún hefur séð hvernig visthæfing reksturs getur alið af sér ný tækifæri. Kristín ætlar sér að finna áhugavert fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu sem hægt er að efla með hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins,“ segir um Kristínu. Þá segir að Hlöðver Þór komi frá Kviku banka þar sem hann hafi síðast starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs. „Þar byggði hann upp teymi sem kerfislega samþætti rekstur Kviku við Aur, Netgíró, TM og Lykil ásamt því að koma að uppbyggingu á innlánsreikningum Auðar. Hlöðver er reynslumikill stjórnandi og hefur tekið þátt í stofnun tveggja nýsköpunarfyrirtækja og unnið að vöruþróun þekktra lausna hérlendis. Hlöðver mun nú hefja leit að fyrirtæki þar sem reynsla hans og áhugi fer saman,“ segir í tilkynningunni. Um Leitar Capital Partners segir að það leggi áherslu á að fjárfesta í ungu og öflugu fólki og aðstoða það við að finna fyrirtæki til að kaupa og reka. „Leitar gekk í fyrra frá 1,5 milljarða króna fjármögnun á fyrsta fjárfestingarsjóði félagsins sem einblínir á fjárfestingar í svokölluðum leitarsjóðum (e. search funds). Leitarsjóðir eru stofnaðir utan um unga frumkvöðla, svokallaða leitara, sem Leitar fjármagnar til að finna fyrirtæki til að kaupa. Við kaupin tekur leitarinn við sem framkvæmdastjóri og stýrir fyrirtækinu í gegnum vöxt og umbreytingu þangað til fyrirtækið er selt aftur. Einnig fær leitarinn hlut í fyrirtækinu í upphafi sem getur stækkað í hlutfalli við ávöxtun fjárfesta.“ Vistaskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Kristín Soffía starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Klak Innovit og hefur einnig verið borgarfulltrúi í Reykjavík. Hjá Klak hafi hún leitt endurmörkun félagsins og stofnað mentoraþjónustu Klak, þar sem reynslumiklir stjórnendur styðja við frumkvöðla. „Kristín situr í stjórn Orkusölunnar og hefur áður setið í stjórn Strætó, Þróunarfélags Grundartanga og Faxaflóahafna, þar sem hún var stjórnarformaður um árabil. Umhverfismál hafa skipað stóran sess hjá henni þar sem hún hefur séð hvernig visthæfing reksturs getur alið af sér ný tækifæri. Kristín ætlar sér að finna áhugavert fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu sem hægt er að efla með hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins,“ segir um Kristínu. Þá segir að Hlöðver Þór komi frá Kviku banka þar sem hann hafi síðast starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs. „Þar byggði hann upp teymi sem kerfislega samþætti rekstur Kviku við Aur, Netgíró, TM og Lykil ásamt því að koma að uppbyggingu á innlánsreikningum Auðar. Hlöðver er reynslumikill stjórnandi og hefur tekið þátt í stofnun tveggja nýsköpunarfyrirtækja og unnið að vöruþróun þekktra lausna hérlendis. Hlöðver mun nú hefja leit að fyrirtæki þar sem reynsla hans og áhugi fer saman,“ segir í tilkynningunni. Um Leitar Capital Partners segir að það leggi áherslu á að fjárfesta í ungu og öflugu fólki og aðstoða það við að finna fyrirtæki til að kaupa og reka. „Leitar gekk í fyrra frá 1,5 milljarða króna fjármögnun á fyrsta fjárfestingarsjóði félagsins sem einblínir á fjárfestingar í svokölluðum leitarsjóðum (e. search funds). Leitarsjóðir eru stofnaðir utan um unga frumkvöðla, svokallaða leitara, sem Leitar fjármagnar til að finna fyrirtæki til að kaupa. Við kaupin tekur leitarinn við sem framkvæmdastjóri og stýrir fyrirtækinu í gegnum vöxt og umbreytingu þangað til fyrirtækið er selt aftur. Einnig fær leitarinn hlut í fyrirtækinu í upphafi sem getur stækkað í hlutfalli við ávöxtun fjárfesta.“
Vistaskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira