Þekkir þú þitt fjárhagslega björgunarnet? Erna Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2023 09:01 - Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
- Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun