Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2023 19:31 Íslensku bankarnir hafa ekki enn komið á innlendri greiðslumiðlun þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans. vísir Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Í hvert skipti sem við greiðum fyrir vöru og þjónustu með debet korti fer greiðslan í gegnum greiðslumiðlun Visa og eða Mastercard í útlöndum sem taka auðvitað þóknun fyrir það. Auk þess tekur viðskiptabanki okkar á Íslandi sína þóknun. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir okkur og þetta fyrirkomulag varðar líka þjóðaröryggi að mati Seðlabankans. Seðlabankinn hefur þrýst á það í mörg ár að komið verði á fót innlendri greiðslumiðlun. Nú síðast ákynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í síðasta mánuði var ítrekað að þetta gerðist sem fyrst. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir almenning. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir viðskiptabankana hafa lagt mikla vinnu í uppbyggingu innviða fyrir innlent greiðslumiðlunarkerfi.Stöð 2/Dúi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir heilmikla innviði vera á bakvið greiðslumiðlunarkerfi. Frá því lög á evrópskum grunni voru sett árið 2021 hafi bankarnir verið að byggja nauðsynlega innviði fyrir innlenda greiðsluþjónustu sem byggi á millfærslukerfinu. „Þetta eru auðvitað risastór verkefni. Innviðirnir eru 95 prósent tilbúnir,“ segir Lilja Björk og allir væru að leggja sig fram um lausnir. Fulltrúar bankanna og Seðlabankans væru í stöðugum viðræðum um þetta en spurningin væri meðal annars hver ætti að reka slíkt greiðslumiðlunarkerfi. Kerfi sem sæi um millifærslur af reikningum fólks til að mynda í gegnum app til verslana og þjónustuaðila. Nái þyrfti saman um hvað lausn verði notuð. „Þetta er þá bara hliðarleið. Til hliðar við kortakerfið sem hægt er að nota alþjóðlega og með ákveðnum vörnum og endurkröfurétti. Þannig að þetta er bara ein önnur leið til að framkvæma greiðslur eins og við þekkjum þær í dag, sem eru bara millifærslur,“ segir Lilja Björk. Seðlabankinn gaf út skýrslu um stöðu greiðslumiðlunar á Íslandi skömmu fyrir áramót. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagsmuni almennings.Grafík/Hjalti Spurningin væri hvort ríkið eða einkaaðilar ættu að reka grunninn í kerfi sem þessu og auðvitað þyrfti að innheimta gjöld af þjónustunni til að standa undir kostnaði. Vissulega mætti nýta reynsluna af Reiknistofu bankanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með frumvarp í undirbúningi um innlenda greiðslumiðlun. Núverandi kerfi sé of dýrt.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið hafi verið að málinu í forsætisráðuneytinu allt frá því Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra bréf um nauðsyn innlendrar greiðslumiðlunar. Hún hefur skipað starfshóp um málið sem skila á af sér tillögum að mögulegu frumvarpi í næsta mánuði. Málið varði ekki bara þjóðaröryggi heldur einnig mikinn kostnað við núverandi kerfi. „Ef við skoðum hlutfallslegan kostnað af greiðslumiðlun hér á landi og samanborið við nágrannalönd okkar, þá er kostnaðurinn umtalsvert hærri hér en til dæmis í Noregi. Eitthvað af því má rekja til stærðarhagkvæmni. En það útskýrir ekki allan muninn. Þannig að við teljum að í þessu máli geti líka falist mikil kjarabót fyrir almenning,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Seðlabankinn Íslenskir bankar Verðlag Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01 Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í hvert skipti sem við greiðum fyrir vöru og þjónustu með debet korti fer greiðslan í gegnum greiðslumiðlun Visa og eða Mastercard í útlöndum sem taka auðvitað þóknun fyrir það. Auk þess tekur viðskiptabanki okkar á Íslandi sína þóknun. Þetta hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir okkur og þetta fyrirkomulag varðar líka þjóðaröryggi að mati Seðlabankans. Seðlabankinn hefur þrýst á það í mörg ár að komið verði á fót innlendri greiðslumiðlun. Nú síðast ákynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í síðasta mánuði var ítrekað að þetta gerðist sem fyrst. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir almenning. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir viðskiptabankana hafa lagt mikla vinnu í uppbyggingu innviða fyrir innlent greiðslumiðlunarkerfi.Stöð 2/Dúi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir heilmikla innviði vera á bakvið greiðslumiðlunarkerfi. Frá því lög á evrópskum grunni voru sett árið 2021 hafi bankarnir verið að byggja nauðsynlega innviði fyrir innlenda greiðsluþjónustu sem byggi á millfærslukerfinu. „Þetta eru auðvitað risastór verkefni. Innviðirnir eru 95 prósent tilbúnir,“ segir Lilja Björk og allir væru að leggja sig fram um lausnir. Fulltrúar bankanna og Seðlabankans væru í stöðugum viðræðum um þetta en spurningin væri meðal annars hver ætti að reka slíkt greiðslumiðlunarkerfi. Kerfi sem sæi um millifærslur af reikningum fólks til að mynda í gegnum app til verslana og þjónustuaðila. Nái þyrfti saman um hvað lausn verði notuð. „Þetta er þá bara hliðarleið. Til hliðar við kortakerfið sem hægt er að nota alþjóðlega og með ákveðnum vörnum og endurkröfurétti. Þannig að þetta er bara ein önnur leið til að framkvæma greiðslur eins og við þekkjum þær í dag, sem eru bara millifærslur,“ segir Lilja Björk. Seðlabankinn gaf út skýrslu um stöðu greiðslumiðlunar á Íslandi skömmu fyrir áramót. Málið varðaði þjóðaröryggi og hagsmuni almennings.Grafík/Hjalti Spurningin væri hvort ríkið eða einkaaðilar ættu að reka grunninn í kerfi sem þessu og auðvitað þyrfti að innheimta gjöld af þjónustunni til að standa undir kostnaði. Vissulega mætti nýta reynsluna af Reiknistofu bankanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með frumvarp í undirbúningi um innlenda greiðslumiðlun. Núverandi kerfi sé of dýrt.Stöð 2/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að unnið hafi verið að málinu í forsætisráðuneytinu allt frá því Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri sendi forsætisráðherra bréf um nauðsyn innlendrar greiðslumiðlunar. Hún hefur skipað starfshóp um málið sem skila á af sér tillögum að mögulegu frumvarpi í næsta mánuði. Málið varði ekki bara þjóðaröryggi heldur einnig mikinn kostnað við núverandi kerfi. „Ef við skoðum hlutfallslegan kostnað af greiðslumiðlun hér á landi og samanborið við nágrannalönd okkar, þá er kostnaðurinn umtalsvert hærri hér en til dæmis í Noregi. Eitthvað af því má rekja til stærðarhagkvæmni. En það útskýrir ekki allan muninn. Þannig að við teljum að í þessu máli geti líka falist mikil kjarabót fyrir almenning,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Verðlag Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01 Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands. 5. apríl 2023 15:01
Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. 16. mars 2023 19:30