Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. apríl 2023 12:03 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“ Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Í síðustu viku var staðfest að riða hefði komið upp á Bergsstöðum. Í samtali við fréttastofu sagði bóndi á bænum málið átakanlegt þar sem áratuga starf í sauðfjárrækt væri þar með fyrir bí. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að allar tæplega sjö hundruð kindur bæjarins hafi nú verið aflífaðar. „Það var klárað í gær. Það er búið að aflífa allt á bænum og að auki tuttugu kindur sem höfðu verið fluttar á aðra bæi og voru enn á lífi,“ segir Sigurborg. Viðamikið hreinsunarstarf er fram undan og sýni úr hverri einustu kind verður rannsakað til að varpa ljósi á umfangið. „Við erum uggangi yfir því að þetta hafi borist á aðra bæi í hólfinu. Þessi sýni sem höfðu verið tekin úr kindum sem höfðu verið fluttar á aðra bæi eru því í forgangi. Ef það greinist í þeim er það alvarlegt mál og viðkomandi bær er þá undir. Ef það greinist ekki andar maður aðeins léttar. En þó að það finnist ekki er ekki þar með sagt að það sé ekkert smitefni í þeim. Þannig að það verður aukin vöktun á þessu bæjum og í öllu hólfinu,“ segir Sigurborg. Þungar hömlur næstu 20 ár Hún telur að sjö bæir séu þarna undir og greinist riða þar hefði það sambærilegar afleiðingar og á Bergsstöðum. Niðurstaða liggi vonandi fyrir innan tveggja vikna. Sigurborg segir þetta tilfelli frábrugðið því sem hefur komið upp á síðustu árum að því leyti að riða hefur ekki áður greinst í Miðfjarðarhólfi. Engar hömlur voru því á flutningum innan hólfsins og þar með er meiri hætta á dreifingu. Nú blasa hins vegar þungar hömlur við næstu tuttugu árin. „Það verður bannað að flytja lifandi fé á milli bæja og í rauninni allt sem getur borið með sér smitefni; tæki, tól, hey, hálm, torf og svo framvegis.“
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira