Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 12:27 Rostungurinn lyfti höfði þegar gestir komu að kíkja á hann í morgun. Hilma Steinarsdóttir Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir Dýr Langanesbyggð Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir
Dýr Langanesbyggð Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira