Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 21:15 Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Vísir/Vilhelm Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum. Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Í dag tilkynnti félagið að hlé yrði gert á starfseminni og var öllum flugferðum aflýst. Samkvæmt tilkynningu er það vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins missti einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Langþráð fjölskylduferð Næsta vika Sigurbjörns Árna og fjölskyldu tóku þar með óvæntan snúning. „Við erum að ferma á morgun og erum bara í undirbúningi. Það stóð til að fara í sex daga ferð á mánudaginn til Kaupmannahafnar. Ég var bara fyrir tilviljun fyrir framan tölvuna þegar þessi póstur barst um að búið væri að aflýsa öllu.“ Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi 10. til 16. apríl. Sigurbjörn segir alls óvíst hvernig endurgreiðslum verði háttað. „Ég greindist semsagt með krabbamein í febrúar 2021 og síðan þá hefur staðið til að fara í fjölskylduferð. Svo kom Covid og því var ákveðið að fara í ferðina núna. Strákurinn, 13 ára, er að fermast á morgun og við hjónin ætluðum að fara með þeim og 17 ára dóttur okkar til Danmerkur. Við hjónin eigum svo að fara til Póllands vikuna á eftir á skólameistararáðstefnu. Þetta fór auðvitað allt í uppnám.“ Pósturinn frá Nicelair. Best að sleppa við ferðalagið suður Hann segir mikið áfall fyrir íbúa á Norðurlandi að missa flugfélagið. „Að koma heim, lenda rétt fyrir þrjú og vera kominn heim um fjögur í staðinn fyrir að keyra norður. Þetta var bara með ólíkindum. Það var þess vegna sem að Kaupmannahöfn varð fyrir valinu með Niceair, það er að sleppa við ferðalagið suður.“ Sigurbjörn er þó brattur þrátt fyrir allt: „Við hefðum getað verið óheppnari, átt flug á morgun eða verið úti. Þannig kannski er maður bara býsna heppinn. En þetta skiptir bara svo miklu máli fyrir ferðaþjónustuna hér fyrir norðan að það sé flogið beint til Akureyrar,“ segir hann að lokum.
Fermingar Niceair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira