Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:26 Finnland er 31. aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. AP/Geert Vanden Wijngaert Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili. NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Tímamótin í dag eru söguleg þar sem Finnar hafa haldið á lofti formlegu hlutleysi eftir að þeir sigruðu Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Innrás Rússa í Úkraínu varð til þess að finnsk stjórnvöld ákváðu að sækja um aðild að varnarbandalagi vestrænna ríkja. „Tímabil hlutleysis í sögu okkar er á enda runnið, nýtt tímabil tekur við,“ sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, þegar fáni landsins var hífður á loft í Brussel. Innganga Finna í NATO er sögð reiðarslag fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands en hann hefur lengi barmað sér undan útþenslu bandalagsins til austurs. Hún er hluti átyllu hans fyrir innrásinni í Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, óskaði Finnum til hamingju á samfélagsmiðlum í dag. Lýsti hann NATO sem einu raunverulegu tryggingunni fyrir öryggi í heimshlutanum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði inngöngu Finna sýna að Evrópa og NATO stæði þéttar saman en nokkurn sinni áður. Stjórnvöld í Kreml hafa hótað einhvers konar hefndaraðgerðum vegna meintrar öryggisógnar sem þau telja felast í aðild Finna að NATO. Þau gætu fjölgað í herliði sínu við finnsku landamærin ef NATO sendir mannskap eða búnað þangað. Svíar sóttu um umsókn að NATO á sama tíma og Finnar. Andstaða Tyrkja varð til þess að umsókn Svía var sett á ís í bili.
NATO Finnland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira