Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 15:12 Justin Jones, þingmaður demókrata, með gjallarhorn í sal fulltrúadeildar ríkisþings Tennessee á fimmtudag. Repúblikanar vilja reka hann og tvo félaga hans af þingi. AP/George walker IV/The Tennessean Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
Heiftúðlegar deilur geisa nú á milli repúblikana og demókrata í Tennessee eftir að byssumaður skaut sex manns til bana í skóla í Nashville í síðustu viku. Hundruð mótmælenda mættu á þingpalla til þess að krefjast þess að ríkisþingið hert skotvopnalöggjöfina eftir árásina. Þrír þingmenn demókrata í fulltrúadeild ríkisþingsins tóku þá upp gjallarhorn í þingsalnum og hvöttu mótmælendurna til dáða, að sögn AP-fréttastofunnar. Cameron Sexton, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, frestaði þingfundinum og lýsti því yfir að þingmönnunum yrði refsað. Í gær staðfesti hann að þeir hefðu verið sviptir nefndasætum sínum og að það væri aðeins byrjunin. Heiftúðlegar deilur Þingmenn repúblikana lögðu í framhaldi fram tillögu um að reka demókratana Gloriu Johnson, Justin Jones og Justin Pearson af þingi. Þau hafi gerst sek um róstursama hegðun og að smána fulltrúadeildina. Til stendur að greiða atkvæði um ályktunina á fimmtudag. Þegar flutningsmenn ályktunarinnar fóru fram á að hún fengi flýtimeðferð bauluðu stuðningsmenn demókrata á þingpöllum. Sexton þingforseti bað lögreglufólk um að fjarlægja fólkið af pöllunum. Á meðan hnakkrifust þingmenn í salnum. Jones sakaði annan þingmann um að hafa stolið síma sínum og reynt að efna til uppþota. Sexton slökkti þá á hljóðnema Jones. Perason og Jones eru bæði ný á þingi en Johnson hefur átt sæti þar frá 2019. Þau hafa öll verið harðlega gagnrýnin á aukinn meirihluta repúblikana á ríkisþinginu. Jones var meðal annars bannað tímabundið að koma í ríkisþinghúsið árið 2019 eftir að hann kastaði bolla með vökva í þáverandi forseta fulltrúadeildarinnar og aðra þingmenn á mótmælum vegna brjóstmyndar af Suðurríkjahershöfðingja í þinghúsinu. Aðeins tveir þingmenn reknir frá borgarastríði Nær fordæmalaust er að þingmönnum sé vikið af ríkisþingi Tennessee. Aðeins tveir þingmenn hafa orðið fyrir því frá borgarastríðinu á 19. öld. Repúblikanar í Tennessee hafa hagrætt kjördæmamörkum í ríkinu sér hressilega í vil á undanförnum árum. Í fyrra samþykktu þeir að skipta Nashville, helsta vígi demókrata í ríkinu, upp úr þrjú kjördæmi sem eru þannig samsett að repúblikanar eru líklegir til að vinna þau örugglega. Flokkurinn fer með öll völd í ríkinu. Hann heldur báðum deildum þingsins og þremur helstu embættum þess: ríkisstjórastólnum auk embætta dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent