Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 22:02 Skúli Magnússon er Umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér. Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis óskaði á dögunum eftir svörum Bjarna Benediktssonar vegna tilkynningar á vef ráðuneytis hans þess efnis að ólöglegt væri að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. Kveikjan að tilkynningu ráðuneytisins var umfjöllum um félagið Lindarhvol. Ráðuneytið vísaði til nokkurra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál til merkis um að nefndin hafi úrskurðað um það mörgum sinni að ólögmætt væri að opinbera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda. Þá kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins að það telji sér skylt að hlíta úrskurðum nefndarinnar og vilji eða afstaða ráðherra, Bjarna Benediktssonar, og ráðuneytisins skipti engu máli í því samhengi. Í tilkynningu á vef Umboðsmanns segir að af svari ráðuneytisins við fyrri fyrirspurn umboðsmanns verði hins vegar ekki annað ráðið en að það telji að birta megi vinnuskjöl að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ársreikninga, sem vísað hafi verið til í tilkynningunni, girði því ekki alfarið fyrir slíka birtingu. „Get ég því ekki séð að samræmi sé að þessu leyti á milli þess sem fram kemur í umræddri tilkynningu ráðuneytisins og því sem greinir í áðurröktu svari þess til mín,“ segir í nýju bréfi Umboðsmanns til Bjarna Benediktssonar. Af þessu tilefni sé óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið líti svo á að tilkynning þess 9. mars sé í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í svari þess. Sé sú raunin sé óskað eftir nánari skýringum á því. Einnig hvort komið hafi til skoðunar hjá ráðuneytinu að breyta tilkynningunni til samræmis við það sem fram kemur í svarinu. Ef ekki þá sé óskað skýringa á því og svörum fyrir 12. apríl næstkomandi. Bréf Umboðsmanns til fjármálaráðherra má lesa hér.
Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira