Tómas sá eini sem greiddi ekki atkvæði: „Ég er eins og vindpoki á flugvellinum“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. mars 2023 17:52 Tómas A. Tómasson var eini viðstaddi þingmaðurinn sem greiddi ekki atkvæði. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga á hendur dómsmálaráðherra var felld í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og tuttugu og tveir með henni. Einn þingmaður var viðstaddur og greiddi ekki atkvæði: Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Tómas, sem er hvað þekktastur sem stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, ákvað að kjósa hvorki með eða á móti tillögunni á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var sakaður um að hafa brotið gegn þingskapalögum þegar hann bannaði útlendingastofnun að afhenda þinginu gögn sem óskað var eftir. Líkti sér við vindpoka á flugvelli Þegar Tómas gerði grein fyrir atkvæðinu sínu, eða skortinum á því öllu heldur, hóf hann tala um fyrstu ár Alþingis: „Sitt sýnist hverjum. Eva Sjöfn Helgadóttir talaði um að veita fordæmi. Eins og allir vita þá var Alþingi Íslendinga stofnað 930. Á árunum 985 til 1001 var Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson lögsögumaður. Á þeim tíma risu upp deilur milli kristinna manna og heiðinna. Þorgeir var þá leiðtogi síðarnefndra, sem sagt heiðingja, en leiðtogi kristinna manna var Síðu-Hallur. Sagt er að til að komast að niðurstöðu hafi Þorgeir lagst undir feld í nokkurn tíma og síðan ákveðið að Ísland skyldi vera kristið en leyfa útburð barna, át á hrossakjöti og blót ef það var gert í laumi.“ Eftir þetta útskýrði Tómas svo að hann væri einfaldlega ekki viss um það hvort hann væri með eða á móti tillögunni. Hann ákvað því að lokum að sleppa að greiða atkvæði um tillöguna. „Ég stend hérna og upplifi það að ég er eins og vindpoki á flugvellinum upp á Sandskeiði,“ sagði Tómas í ræðu sinni. „Ég er búinn að hlusta á ykkur og eftir því sem ég heyri þá trúi ég báðum aðilum og segi eins og Sókrates: Ég veit það eitt að ég veit ekki neitt. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira