Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 14:13 Bændurnir á Erpsstöðum, þau Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Bændasamtökin Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04