„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 11:31 Kristján Örn Kristjánsson fagnar marki gegn Brasilíu á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“ Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Kristján fór í veikindaleyfi í febrúar, með stuttu hléi þegar hann ákvað að ferðast með liði PAUC til Íslands og í kjölfarið láta á það reyna að spila gegn Val í Evrópudeildinni. Eins og fram kom á Vísi í morgun segir Kristján að eftir á að hyggja hafi það verið slæm hugmynd að spila leikinn við Val, og að skilaboð frá leikmanni Vals (sem Björgvin Páll Gústavsson hefur nú viðurkennt að hafa sent) hafi ekki hjálpað. Hann hélt svo kyrru fyrir í veikindaleyfi á Íslandi þar sem hann vann að bata með sálfræðingnum Jóhanni Inga Gunnarssyni. Kristján segir það hafa hjálpað sér að ákveða að spila leikinn við Val í febrúar að hafa fengið þær upplýsingar að þjálfarinn Thierry Anti yrði ekki þjálfari PAUC út samningstíma sinn, til ársins 2024. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn“ Anti var svo skömmu síðar rekinn og Benjamin Pavoni stýrir liðinu út leiktíðina, og segir Kristján að sér líði umtalsvert betur í dag en þegar Anti var við stjórnvölinn. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC. „Aðalvandamálið mitt í klúbbnum var þjálfarinn. Það að vita að ég þyrfti ekki að vera með hann í eitt og hálft ár í viðbót heldur hálft ár, og mögulega styttra, gaf mér þá trú að ég gæti klárað þetta tímabil og hjálpaði mér að spila þennan leik við Val. Ég gerði það þá ekki fyrir þjálfarann heldur fyrir mig og félagana,“ segir Kristján sem náði aðeins einni liðsæfingu fyrir leikinn við Val. „Ég tók þessa einu æfingu fyrir leikinn og þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja leikinn, og eins og alvöru íþróttamaður þá sagði ég auðvitað já. Hvort það hafi verið rétt ákvörðun eftir eina æfingu veit ég ekki, en þegar kallið kemur þá svarar maður.“ Ánægður á fyrstu æfingu eftir veikindaleyfið Kristján segir viðmót Anti hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hans og verið stærsta þáttinn í því að hann fór í kulnun: „Það voru nokkrar minni ástæður en þær snerust yfirleitt allar að honum. Eins og fólk sá kannski í leiknum við Val þá er aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur, og segja svo ekkert þegar það gengur vel. Í þessum leik gekk ekkert vel og allt illa, og tímabilið hefur ekki gengið neitt rosa vel, og þá er alltaf verið að þrýsta á leikmenn og segja að við verðum að vinna. Hann var ekki alveg að virka fyrir mig. Þetta er þriðja árið mitt með honum og hann hefur alltaf verið sami gæinn en okkur gekk betur áður og þá var ekki sama ástæða fyrir hann til að vera eins harkalegur og þegar við erum að tapa,“ segir Kristján sem eftir veikindaleyfi á Íslandi í kjölfar leiksins við Val byrjaði að æfa undir stjórn nýs þjálfara PAUC í landsleikjapásunni snemma í mars. „Fyrsta æfingin gekk mjög vel, og það kom mér á óvart hve auðveldlega allt gekk. Það var líka fyrsta æfingin með nýjum þjálfara, sem var mjög þægilegt. Þá var maður kominn á ákveðinn byrjunarreit, gat gleymt öllum gömlu vandamálunum og núllstillt sig, og við byrjað nýja vegferð allir saman.“
Franski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira