Ekki færri kaupsamningar síðan í janúar 2012 Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 07:49 Hröð íbúafjölgun er talin geta sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Vísir Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Spáð er að hröð íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Þar segir að umsvif á fasteignamarkaði séu gjarnan minnst í janúar vegna jólavertíðar og hafi samningar verið litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013 til 2015. Þó er útlit fyrir að fjöldi viðskipta hafi aukist á ný en fjöldi íbúða sem teknar hafi verið úr sölu í janúar og febrúar hafi verið svipaður og á haustmánuðum síðasta árs. Í febrúar hafi þannig nærri sjö hundruð íbúðir verið teknar úr sölu sem bendi til að þótt fasteignamarkaðurinn hafi kólnað þá sé hann ekki líflaus. Í skýrslunni segir að hlutfall íbúða sem hafi selst á yfirverði hafi aukist á höfuðborgarsvæðinu úr 12,4 prósentum í janúar í 14,5 prósent í febrúar. Þrátt fyrir að íbúðamarkaður hafi kólnað verulega á undanförnum misserum sé hlutfall yfirverðs hærra en það var flesta mánuði á árunum 2013 til 2020. Ennfremur segir að tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fari hratt lækkandi. Íbúum á Íslandi fjölgaði um 11.510 í fyrra eða um 3,1 prósent sem er mesta fjölgun sem mælst hefur svo langt sem mælingar ná, eða frá 1703. Talið er að þessi hraða íbúafjölgun geti sett þrýsting á leigu- og fasteignamarkað. Stýrivaxtahækkunin að skila sér Í skýrslunni er fjallað um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku þar sem þeir voru hækkaðir úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. „Ef bankarnir hækka vexti jafn mikið og stýrivexti voru hækkaðir um verða lægstu óverðtryggðu vextir bankanna á bilinu 9-9,34%. Mánaðargreiðslubyrði á 40 m.kr. óverðtryggðu láni getur því hækkað úr 275 þús.kr. í 305 þús.kr. Þó eru tiltölulega fá heimili sem munu upplifa svo mikla hækkun á greiðslubyrði. Um 30% heimila sem búa í eigin húsnæði eiga íbúðir sínar skuldlaust samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar frá 2021 og þá eru mörg heimili sem skulda lítið. Samkvæmt nýjasta riti Fjármálastöðugleika voru aðeins um 12% með þeirra sem skulda með greiðslubyrði yfir 260.000 kr. í janúar. Um 30,5% heimila eru með íbúðaskuldir með greiðslubyrði undir 100.000 kr. á mánuði og 73,4% heimila með greiðslubyrði undir 200.000 kr.“ Meðalhúsaleiga 173 þúsund krónur Í skýrslunni segir að samkvæmt árlegri leigukönnun HMS, sem framkvæmd sé af Prósent, hafi meðalhúsaleiga verið 173.200 krónur á síðasta ári. „Þar af var leigan 185.300 á höfuðborgarsvæðinu en 153.900 annars staðar á landsbyggðinni. Nokkrir mælikvarðar gefa til kynna að í fyrra hafi farið að þrengja að leigjendum á nýjan leik en staða þeirra virðist hafa farið batnandi að mörgu leyti á árunum þar á undan. Til að mynda fækkaði þeim sem fannst auðvelt að verða sér úti um það húsnæði sem það býr í núna úr 45,8% í 39,5%. Svo mikil breyting á milli ára er áhugaverð í ljósi þess að lítill hluti leigjenda hefur skipt um íbúð á undanförnu ári. Að sama skapi rúmlega helmingast fjöldi þeirra sem telja að mikið framboð sé af íbúðarhúsnæði til leigu, sem henti sér og sinni fjölskyldu. Hins vegar hefur heimilum sem telja húsnæðiskostnað sinn vera íþyngjandi fækkað verulega á undanförnum árum samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Til að mynda voru 25,4% heimila á leigumarkaði með íþyngjandi húsnæðiskostnað að eigin mati árið 2015 en hlutfallið lækkaði í 18,7% árið 2021 og í 13,8% árið 2022.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent