Æ fleiri karlar pissa sitjandi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. mars 2023 14:30 Margar ástæður eru fyrir því að æ fleiri karlar velja að pissa sitjandi. Það ku vera þægilegra, það er hreinlegra og svo getur það verið heilsusamlegra, sérstaklega eftir miðjan aldur. Sumir vilja meina að aukin þátttaka karla við heimilisþrif valdi því að þeir velji í auknum mæli að sitja við þvaglát. Getty Images Æ fleiri karlar hafa þvaglát sitjandi og virðist sem þeim hafi fjölgað sérstaklega í Covid-faraldrinum. Í Þýskalandi geta menn orðið fyrir því á almenningssalernum að Angela Merkel skipi pissandi körlum að setjast á klósettið. Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Meira hreinlæti eftir Covid Þrátt fyrir að ekki sjái enn fyrir endann á Covid-farsóttinni, og gerir kannski ekki alveg í bráð, þá benda ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu misserum til þess að farsóttin hafi haft talsverða áhrif á daglega hegðun fólks. Sérstaklega þegar kemur að hreinlæti. Handþvottur hefur aukist, handspritt er mjög víða orðið staðalbúnaður og… svo virðist sem fleiri karlar pissi sitjandi en áður. Setumönnum fjölgaði í Covid Nýleg könnun á vinsælasta spjallvef Spánar bendir til þess að rúmlega 60 prósent karla þar í landi kasti núorðið af sér vatni sitjandi. Niðurstöður könnunar sem gerð var í Japan í miðjum heimsfaraldrinum, benda í sömu átt, þar sitja rúm 70 prósent karla þegar þeir pissa, en fyrir nokkrum árum sat rétt um helmingur japanskra karla við þessa iðju. Þá virðast menn í sambúð vera meiri setumenn en einhleypir. „Sitzpinkler“ og Angela Merkel Í Þýskalandi er meira að segja til sérstakt orð yfir karla sem pissa sitjandi. Auðvitað. Sitzpinkler. Maður sem pissar sitjandi. Þar í landi er beinlínis mælst til þess að karlar sitji á salerninu í stað þess að standa og miða. Staðreyndin er nefnilega sú að karlar eru misgóðar skyttur. Sums staðar á þýskum almenningssalernum hanga uppi skilti sem minna menn á að tylla sér og þar er að finna búnað sem kallast salernisdraugurinn. Hann vaknar til lífsins þegar karlar lyfta klósettsetunni og skipar mönnum að setjast. Það er hægt að fá salernisdrauginn með nokkrum ólíkum röddum. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ein af röddunum. Menn óhlýðnast henni ekki svo glatt. Af hverju færist í vöxt að karlar sitji við þvaglát? Jú, ein ástæðan er, eins og Larry David komst að orði í þáttunum Curb Your Enthusiasm, það er þægilegra og svo er hægt að lesa á meðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ccWnfgS0Tkw">watch on YouTube</a> En fleira kemur til en þægindi. Rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum við háskólann í Leiden í Hollandi bendir til þess að í sitjandi stöðu sé þvagblöðru karla gert kleift að tæmast hraðar og betur. Og stríði karlar við vanda í blöðruhálskirtli þá er sitjandi tæmingarstaða æskilegri en standandi, eins og það er orðað. Og svo má ekki gleyma enn einum þættinum, sem er hreinlætið, en það liggur svo í augum uppi að ekki er ástæða til að fara nánar út í þá sálma.
Heilsa Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira