Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 24. mars 2023 17:01 Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun