Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2023 07:30 Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar