Allt í einu er lögreglan með rafbyssur Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. mars 2023 10:30 Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun