Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Hilmar J. Malmquist skrifar 22. mars 2023 13:00 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar